fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Árni hvetur fólk til að gera þetta í janúar: „Er það ekki málið?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikil jákvæð heilsufarsleg áhrif að sleppa því að drekka áfengi eða takmarka neysluna verulega. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð taka margir heilsuna til skoðunar og reyna að gera jákvæðar breytingar.

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, skrifaði athyglisverða grein á Vísi í gær þar sem hann benti á að það hefði orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði. Eru sífellt fleiri farnir að taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Grein Árna ber yfirskriftina Þurr janúar. Er það ekki málið?

„Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls,“ segir hann í grein sinni.

Sjá einnig: Þurr janúar – Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í 28 daga

Árni nefnir að undanfarin ár hafi samtökin Fræðsla og forvarnir, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Er markmiðið að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni.

Bendir hann á að á bak við verkefnið sé sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri.

„Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar,“ segir Árni og bendir á að áfengi sé heilsuspillandi og í raun og veru telji hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt.

„Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild,“ segir hann í grein sinni og hvetur sem flesta til að taka þátt, enda óumdeild að það hefur jákvæð áhrif í för með sér.

„Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær vægan dóm fyrir hrottalega líkamsárás en þarf að borga háar bætur – Dró brotaþola meðvitundarlausan út á bílastæði

Fær vægan dóm fyrir hrottalega líkamsárás en þarf að borga háar bætur – Dró brotaþola meðvitundarlausan út á bílastæði
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því
Fréttir
Í gær

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi
Fréttir
Í gær

Börn og flugeldar komu við sögu í dagbók lögreglu

Börn og flugeldar komu við sögu í dagbók lögreglu