Svæði verða rýmd á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun tekur gildi eftir hádegi á Austurlandi og Austfjörðum.
Von er á tilkynningu Veðurstofunnar innan skamms en búist er við mikilli snjókomu og vindi, norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Bæði verða íbúðasvæði og atvinnusvæði rýmd á stöðunum tveimur klukkan 18 í dag.