Rúta valt á Hellisheiði nálægt Hveradölum á tíunda tímanum í morgun. Engin meiðsli urðu á fólki.
RÚV greindi fyrst frá.
Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna slyssins. Rútan valt neðst í Hveradalabrekkunni um klukkan 9:30 en mikil hálka er á veginum. Um 20 manns voru í rútunni.