fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. janúar 2025 20:30

Reynsla fólks af pokunum er misjöfn eins og sjá má. Mynd/Sorpa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynsla margra Íslendinga af pappírspokunum sem ætlaðir eru undir lífrænt sorp. Kvartað er undan að þeir leki og að þeim laðist flugur. Sumir lýsa því yfir að þeir séu beinlínis hættir að nota þá.

„Ég var að velta því fyrir mér hvort ég væri sá eini sem væri hættur að flokka lífrænt? Ég flokka en þá pappa og plast en vesenið sem hefur fylgt því að flokka lífrænt og tíminn sem fer í það er bara einfaldlega of mikið þessa stundina,“ segir íslenskur netverji á samskiptamiðlinum Reddit.

Segir hann að það hafi verið mölflugur á kreiki inni í eldhússkápnum vegna hins lífræna sorps. Það sem hafi gert útslagið hafi verið að það hafi leikið vökvi undan andalæri sem hann hafði eldað út um allt. Skápurinn var á floti.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að fara út með þetta líka. Væri til í að vita hversu mikið metangas verður actually [raunverulega] til, ef það er eitthvað magn sem skiptir máli þá endurskoða ég þetta en þangað til fer þetta á hold [bið], ég hef basicly [í raun] verið í vinnu fyrir Sorpu?“ segir hann.

Fjórskipt kerfi

Hið fjórskipta flokkunarkerfi heimilissorps Sorpu tók gildi á höfuðborgarsvæðinu vorið 2023. Er heimilum skylt að flokka pappír, plast og lífrænt sorp frá almennu sorpi. Upphaflega var hægt að nálgast pappírspoka undir lífrænt sorp ókeypis í stórmörkuðum en eftir að fólk fór að hamstra þá er eingöngu hægt að nálgast þá ókeypis á endurvinnslustöðvum Sorpu.

Flugur og mávar

Fleiri netverjar taka undir með þeim fyrsta í umræðunni. Kvarta undan óþrifnaði undan þessu og segjast jafn vel vera hættir að flokka lífrænt.

„ég er hættur því, sorry not sorry [leiður en samt ekki] en þetta er öööömurlegt kerfi. Tunnan er alltaf blaut eða grútmygluð ef ég fer ekki með þetta daglega út,“ segir einn. En tekur fram að hann flokki áfram pappír og plast frá almennu sorpi.

„Eftir að kom í ljós að þetta fer allt í sömu landfyllingu þá flokka ég ekki neitt,“ segir annar.

„Gafst upp eftir nokkrar vikur. Pokarnir alltaf að leka, tunnan of sjaldan tæmd þannig að það voru alltaf flugur og mávar, og svo nennti ég ekki að gera mér ferð út á Sorpu bara til að ná í fleiri poka. Svo er eins og þessar tunnur séu notaðar sem afsökun til að tæma sjaldnar sem er augljóslega ekki að ganga,“ segir sá þriðji.

Sjá einnig:

Bónus byrjar að selja poka undir lífrænt sorp – Þetta er verðið

„Ég hætti eftir að eitt skipti bilaði bíllinn sem sér um þetta í hverfinu og frekar en að redda öðrum bíl var lífræna tunnan bara látin standa full fram að næstu tæmingu,“ segir einn. Húsfélagið hafði samband við Sorpu til að spyrja hvað ætti að gera þar sem tunnan væri stútfull og fékk þau svör að það ætti þá að setja lífræna sorpið með blönduðu. „Hún er nánast alltaf full í stigaganginum hjá mér þannig ég gafst upp á að flokka.“

Keypti jarðgerðarvél

Þá nefna sumir að þeir hafa gripið til annarra ráðstafana. Einn segist setja lífræna pokann út á svalir þegar það hafa komið flugur í þetta. Annar segist einfaldlega hafa keypt sér nokkuð dýra jarðgerðarvél undir lífræna sorpið.

Matarsóun og sóðaskapur

Svörin eru þó alls ekki öll á eina vegu. Þó að margir lýsi vandræðum með flokkun lífræns rusls og jafn vel að þeir séu hættir að flokka þá eru aðrir sem segjast ekki eiga í neinum vandræðum með þetta.

„Hef bara aldrei lent í veseni með flugur í lífræna enda fer ég með það út nánast daglega. Passa bara að það sé ekki vökvi með, taka hann að mestu úr ef það er hægt. Þetta er auðveldasta flokkunin að mínu mati,“ segir einn sáttur.

„Við flokkun lífrænt og lendum ekki í neinum af þessum hremmingum sem að fólk hefur verið að lýsa. Tunnan okkar fyllist ekki af ormum, eldhúsið ekki af flugum og skáparnir ekki af vökva. Held það snúist að miklu leyti um matarsóun og almennan sóðaskap,“ segir annar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“