fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. janúar 2025 19:30

Skipið rak í fjöru við Patreksfjörð. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipstjóri á litlu fiskiskipi var dæmdur fyrir að stýra því undir áhrifum amfetamíns á Vestfjörðum. Skipstjórinn sofnaði og skipið sigldi stjórnlaust í 12 sjómílur þar til það strandaði.

Atvikið átti sér stað mánudagskvöldið 24. júní síðastliðinn. Skipstjórinn var að sigla litlu krókaskipi, með skráða heimahöfn í Rifi, þegar slysið varð. Skipið er 4,1 brúttótonn og 7,79 metrar að lengd. Ekki kemur fram annað en að hann hafi verið einn um borð.

Var skipið á leið til hafnar í Patreksfirði þegar skipstjórinn, sem er Íslendingur á sjötugsaldri, sofnaði. Sigldi skipið stjórnlaust um 12 sjómílna leið, eða rúmlega 22 kílómetra leið, upp í fjöru við svonefnd Björg, skammt innan við þéttbýlið í Patreksfirði.

Festist skipið í fjörunni og skemmdist talsvert. Þurfti að draga það af strandstað til hafnar í Patreksfirði.

Amfetamín í blóðinu

Eftir þetta kom í ljós að skipstjórinn hefði ekki aðeins sýnt haf sér yfirsjón og vanrækslu heldur hefði hann einnig verið undir áhrifum fíkniefna. En í blóði hans mældist 365 ng/ml af amfetamíni.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ákærði skipstjórann þann 16. október síðastliðinn fyrir brot á siglingarlögum og krafðist þess að hann yrði dæmdur til refsingar auk þess að sæta sviptingu atvinnuskírteinis til skipstjórnar.

Við þingfestingu málsins játaði skipstjórinn háttsemina skýlaust en krafðist vægustu refsingar. Taldist því sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem honum var gefið að sök og hún heimfærð til refsiákvæða.

Sviptur í þrjá mánuði

Dómari við Héraðsdóm Vestfjarða leit til játningarinnar við dómsuppkvaðningu sem og að skipstjórinn hefði ekki áður verið dæmdur til refsingar. Þótti refsing hæfilega ákveðin 250 þúsund króna sekt en 18 daga fangelsi yrði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.

Þá var það mat dómsins að sakir skipstjórans væru taldar sérstaklega miklar í skilningi siglingarlaga og ákveðið að hann yrði sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði frá birtingu dómsins. Á sama tímabili er honum óheimilt að gegna stöðu stýrimanns.

Í dóminum, sem féll þann 14. janúar, kemur einnig fram að skipstjóranum sé gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Það er á fimmta hundrað þúsund, vegna lögmannskostnaðar og annars sakarkostnaðar, sem meðal annars fólst í blóðrannsókn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“