fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. janúar 2025 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsögnin lýsir ekki efnistökum nýrrar seríu af Næturvaktinni heldur hluta verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Mikið annríki var á næturvaktinni frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Sex gistu í fangageymslu lögreglu og alls 87 mál bókuð í kerfum lögreglu á vaktinni. Hér er hluti málanna sem voru bókuð:

Lögregla hafði afskipti af ökumanni bifreiðar í miðbænum, en við afskiptin reyndi hann að komast undan á bifreiðinni. Eftir eftirför um miðbæ Reykjavíkur var ökumaðurinn króaður af og reyndi hann þá að hlaupa frá bifreiðinni og lögreglu en hafði ekki erindi sem erfiði. Farþegi bifreiðarinnar reyndi einnig að hlaupa undan lögreglu en var einnig hlaupinn uppi af laganna vörðum og voru þeir báðir vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Báðir aðilarnir reyndust vera undir áhrifum áfengis.

Lögregla var kölluð til þar sem dyraverðir héldu manni eftir átök í miðbænum. Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði látið mjög ófriðlega og virtist hafa verið upphafsmaður slagsmálanna. Hann var vistaður í fangaklefa þangað til hann væri í ástandi til að vera meðal almennings.

Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt um yfirstandandi innbrot þar sem nokkrir aðilar voru að reyna komast inn í gám. Rætt var við aðilana á vettvangi og gátu þeir að einhverju leyti gefið eðlilegar skýringar á málinu.

Í Kópavogi/Breiðholti kom upp ágreiningur um bifreiðakaup en þar hafði komið upp ósætti með ástand bifreiðarinnar. Lögreglumenn leiðbeindu eiganda og fyrrum eiganda um næstu skref í málinu.

Tilkynnt um slagsmál við bensínstöð þar sem tveir aðilar voru að ráðast að einum. Þegar gerendur ætluðu að fara af vettvangi á bifreið tókst það ekki betur en svo að þeir bökkuðu bifreið sinni á aðra áður en þeir óku á brott. Málið er í rannsókn hjá stöð 4 sem þjónar Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ..

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Í gær

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni