fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. janúar 2025 19:30

Skjáskot úr myndböndum frá líkamsárásum tálbeituhópsins á meinta barrnaníðinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur ungmenni misþyrmdu karlmanni á Akranesi á einstaklega hrottafullan hátt í kjölfar tálbeituaðgerðar en maðurinn taldi sig vera að koma til fundar við barnunga stúlku með kynlíf í huga. Ungmennin misþyrmdu manninum með tveimur járnkylfum og hnífi í langan tíma og var árásin lífshættuleg. Maðurinn lifði hana af en er enn þungt haldinn, samkvæmt heimildum DV. Árásin átti sér stað á síðasta ári, DV hefur ekki staðfestar upplýsingar um hvenær. Lögregla mun hafa málið til rannsóknar og ungmennin eru með stöðu sakborninga í rannsókninni.

Nútíminn greindi frá því í gær að hópur íslenskra ungmenna hafi um skeið lagt gildrur fyrir karlmenn sem reyna að komast í kynni við börn á samfélagsmiðlum og fengið mennina til að koma til fundar við aðila sem þeir telja vera barnungar stúlkur, frá aldrinum 11 til 14 ára. Þegar komið er á stefnumótsstaðinn mætir tálbeituhópurinn mönnunum og misþyrmir þeim.

DV fjallaði um málið í morgun og ræddi við Ævar Pálma Pálmason, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem varaði eindregið við þessu athæfi og sagði lögreglu uggandi yfir því. Mikil hætta sé á því að árásarþolarnir skaðist varanlega og jafnvel lífshættulega.

Samkvæmt öðrum heimildum DV er óttast að tálbeituhópurinn eigi eftir að fremja manndráp verði hann ekki stöðvaður. Er það ekki síst rakið til áðurnefndrar árásar á mann á Akranesi sem var einstaklega hrottafull og heiftarleg og stóð yfir í mjög langan tíma. Myndskeið af þeirri árás og fleiri árásum hópsins hafa verið birt á Instagram og verið í nokkurri dreifingu á netinu.

Virðulegir menn sækjast eftir kynferðislegum samskiptum við börn

Samkvæmt heimildum DV býr tálbeituhópurinn yfir upplýsingum um u.þ.b. 200 karlmenn sem hópurinn hefur staðið að því að reyna að komast í kynferðisleg kynni við börn, stúlkur sem karlmennirnir halda að séu 11 til 14 ára. Dæmi er um mann sem vildi komast við samband við stúlku sem hann taldi vera 9 ára.

Mennirnir eru margir á miðjum aldri og jafnvel í virðulegum stöðum í samfélaginu. Er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, að safnað hafi verið saman svona miklum upplýsingum um íslenska meinta barnaníðinga. Ekkert liggur fyrir um að þessir menn hafi verið í sambandi hver við annan og reynt að sameinast í brotum sínum en það er þó ekki útilokað. Allt bendir þó til að flestir þeirra þekkist ekki og vekur óhug að svo margir karlmenn reyni að komast í samband við börn í gegnum samfélagsmiðla, í mörgum tilvikum karlmenn sem virðast vera fyrirmyndarborgarar.

Hinir meintu barnaníðingar hafa í meirihluta tilvika verið afhjúpaðir á Snapchat. Tálbeituhópurinn býr yfir miklum fjölda skjáskota af spjalli karlmannanna við aðila sem þeir telja vera börn, þar sem mennirnir lýsa ótvírætt yfir vilja til að hafa samræði við barnungar stúlkur. Ljóst er að gögnin sem hópurinn býr yfir eru mjög sláandi og má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að gögnin afhjúpi útbreidda barnagirnd á meðal íslenskra karlmanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Í gær

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“