Pennaveskin voru ætluð tveimur ungum dætrum hennar og virtust aðeins innihalda nokkra penna, yddara og strokleður. Stóð í lýsingunni að þau hentuðu börnum allt niður í þriggja ára aldur.
Annað átti þó eftir að koma á daginn enda leyndist flugbeittur hnífur í pennaveskinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Ann-Marie var svo brugðið að hún hafði samband við bresku neytendasamtökin sem eru með málið til skoðunar. Pennaveskið mun þó enn vera til sölu á vef Shein, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins The Sun.
Kveðst hún þakklát fyrir að hafa séð hnífinn áður en fimm ára gömul dóttir hennar fór með hann í skólann. „Hún hefði getað stórslasað sig á þessu,“ segir hún og furðar sig á því að varan hafi verið sögð henta börnum allt niður í þriggja ára aldur.
Hvetur hún foreldra til að vera vakandi fyrir þessu svo ekki verði óþarfa slys.