Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar hann í yfirlýsingu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, vegna vopnahlés á Gaza og vekur athygli á því hvernig talað er um Gyðinga, Breta og svo Palestínumenn.
„Í yfirlýsingu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, vegna vopnahlés á Gaza talar hann um að Gyðingum hafi verið „slátrað“ (massacred), Bretar hafi verið „myrtir“ (murdered) en Palestínumenn hafi „tapað lífinu“ (lost their lives). Nærri 50 þúsund Palestínumenn ,,töpuðu lífinu” í þjóðarmorðinu. Smekklegt,” segir Kristinn og taka margir undir með honum.
Erlendir fjölmiðlar hafa einnig veitt þessu athygli og benda á að Starmer hafi verið gagnrýndur víða fyrir orðanotkun sína.