fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 10:00

Sigmundur Davíð segist hafa farið með bréf til Brussel. Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í útvarpsviðtali í morgun að Evrópusambandið hefði staðfest við sig að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki eftir að hann fór með bréf til Brussel. Vísaði hann til gervigreindarinnar í því samhengi.

Sigmundur var í viðtali hjá Morgunútvarpinu á Rás 2 til að bregðast við fréttum gærdagsins um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild væri enn þá gild. Þetta staðfesti Guillaume Mercier, talsmaður stækkunarstjóra ESB við fréttamann RÚV. Var þetta rætt á fundi utanríkisráðherra í Brussel þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðstödd.

Ísland ekki umsóknarríki á heimasíðunni

„Mér finnst þau fullfljót að fara af stað með þetta þó fyrirsjáanlega leikrit. Þing er ekki einu sinni komið saman,“ sagði Sigmundur í viðtalinu. Sagði hann þetta vera leið til að koma til móts við íslensku ríkisstjórnina og utanríkisráðherrann en ef Ísland vildi sækja aftur um þyrftu öll aðildarríkin að samþykkja það.

Vísaði hann til heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Ísland væri ekki umsóknarríki. Þar sé hins vegar að finna Tyrkland, sem hafi sótt um árið 1999 en viðræður koðnað fljótlega niður árið 2005. Einnig Kósóvó sem sé flokkað sem áhugasamt ríki.

Með bréf til Brussel

Var Sigmundur spurður hvort þessar nýjustu fréttir myndu ekki breyta stöðunni í ljósi þess að sumir hafi haldið því fram að þetta væri útkljáð mál og ekki hægt að koma aftur að borðinu. Ljóst sé nú að hægt sé að blása lífi í þessa umsókn.

„Ég held að það efist enginn um að það sé hægt að sækja um aftur,“ sagði Sigmundur en sagðist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. „Ég fór sjálfur til Brussel með bréf og hitti þar Juncker og Tusk sem fór þá fyrir Evrópusambandinu. Þeir staðfestu þetta og gerðu ráðstafanir í samræmi við það.“

Gervigreindin með þetta á hreinu

Gunnar Bragi Sveinsson hafði áður farið með bréf til Evrópusambandsins á fund í Slóvakíu. Sigmundur sagðist hafa farið líka með bréf til þess að þetta væri alveg á hreinu.

„Ég fékk sent í gær eftir þessa frétt að einhver hefði spurt gervigreindina sem menn leita mikið til nú til dags um þetta,“ sagði Sigmundur. „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum og sagði meira að segja frá ferð minni til Brussel. Þar hefði ég afhent bréf sem Evrópusambandið hefði staðfest.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Í gær

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“