fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins rifja upp þá staðreynd að forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sendi Donald Trump ekki heillaóskir er hann sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.

Halla er ekki á meðal þeirra þjóðhöfðingja sem boðið er til innsetningar Trumps í embætti næstkomandi mánudag. Segja Staksteinar að það sé ekki óeðlilegt, t.d. sé engum öðrum norrænum þjóðarleiðtoga boðið og ekki forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer.

Engu að síður gefa Staksteinar í skyn að það hafi ekki verið skynsamlegt af forsetanum að láta hjá líða að óska Trump til hamingju á sínum tíma, eða eins og segir orðrétt í pistlinum:

„En það var líka eft­ir því tekið að Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti sendi Trump ekki heilla­ósk­ir við kjör hans í nóv­em­ber. Var það nú skyn­sam­legt, svona í ljósi þess að Trump ætl­ar að láta til sín taka á alþjóðavett­vangi; maður sem sum­ir segja að sé hé­góm­leg­ur?

Allt var í heim­in­um hverf­ult fyr­ir, líka hér á norður­hjara, en embætt­i­staka Trumps mun hafa enn frek­ari áhrif á alþjóðamál og já, Ísland líka. Þeim mun skrýtn­ari er værukærð stjórn­valda um af­stöðu verðandi Banda­ríkja­for­seta til síns minnsta bróður og banda­manns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Í gær

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“