fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 16:32

Illugi segir að eina hlutverk Mannanafnanefndar ætti að vera að koma í veg fyrir að fólk nefni börn sín Hálfviti eða Kúkafýla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, segir að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra að leggja niður mannanafnanefnd. Nefndin sé komin út fyrir sitt svið.

„Eina mögulega réttlætingin fyrir mannamannanefnd á vegum ríkisins — og hún er þó ekki sterk — er að koma í veg fyrir að fólk skíri börnin sín einhverjum algjörum skrípanöfnum eins og Hálfviti eða Kúkafýla,“ segir Illugi í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástæðan er frétt Vísis um að Mannanafnanefnd hafi hafnað beiðni um að leyfa kvenkyns eiginnafnið Hrafnadís.

Fréttir af úrskurðum Mannanafnanefndar eru reglulegar í íslenskum fjölmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær ákvarðanir. Í þetta skipti ber nefndin fyrir sig að nafnið Hrafnadís brjóti í bága við íslenskt málkerfi og sé afbökun á nafninu Hrafndís.

Mörg nöfn endi á -dís en ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á þessu sé ein undantekning, Vanadís, sem sé þó ekki nóg til að skapa fordæmi.

Finnst Illuga að nefndin sé augljóslega komin út fyrir sitt hlutverk. Heldur hann áfram.

„En að einhver nefnd úti í bæ sé að setja á langhund um stofnsamsetningu og eignarfall fleirtölu til að réttlæta að foreldrar megi ekki skíra dóttur sína Hrafnadís, það er náttúrlega prýðileg sönnun þess að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi