fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fréttir

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 17:00

Margir netverjar eru að verða gráhærðir út af auglýsingunum sem hafa dunið á þeim á Youtube. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóð auglýsinga frá veðmálasíðu sem kallast 20Bet hefur varla farið fram hjá íslenskum notendum myndbandsstreymissíðunnar Youtube. Auglýsingarnar eru langar, sjónrænt áreiti mikið og bjagaður íslenskur texti lesinn upp af gervigreindarrödd. Eru margir netverjar byrjaðir að kalla eftir því að auglýsingarnar verði tilkynntar, enda sé starfsemin ólögleg á Íslandi.

„Þessar auglýsingar frá 20Bet, eins og margir hér vita, eru bæði pirrandi og ólöglegar. Ég er að vonast til þess að ef þeim er drekkt í kvörtunum hætti YouTube loksins að birta þær,“ segir netverji á samfélagsmiðlinum Reddit, önugur út í auglýsingar veðmálasíðunnar. „Ég er að vonast til þess að ef þeim er drekkt í kvörtunum hætti YouTube loksins að birta þær.“

Bendir hann fólki á að fara inn á auglýsingarnar, velja „tilkynna“, síðan „lagalegt málefni“, svo „annað lagalegt málefni“ og vísa þar í íslensk hegningarlög. Það er 183. greinina þar sem segir að sá sem geri sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.

Ræðst á öll skilningarvit

„Gakktu til liðs við okkur í dag og fáðu allt að 220 uró og 170 frísnúnings“, „Þetta er okkar epíski móttökubónus“, „Biddu um velkomandabónusinn“, „Lukkuhrinan þín hefst hér“ og „Finndu okkur á netinu“ eru á meðal þeirra frasa sem dynja á notendum Youtube undir áreiti tónlistar, hljóða og skærra lita. Auk þess að ráðast á öll skilningarvitin bjaga auglýsingarnar tungumálið á hálf fyndinn hátt. En eftir tíunda skiptið dofnar húmorinn, hvað þá hundraðasta.

„Ég er orðinn svo þreyttur á þessum auglýsingum að ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube,“ segir einn netverji í athugasemdum.

Færslan hefur fengið mikil viðbrögð og hefur fólk mismikla trú á að það virki að tilkynna auglýsingarnar. Einn nefnir að Youtube sé sama hvað það sé að auglýsa svo lengi sem peningarnir streymi inn. Annar nefnir að veðmálafyrirtækið komist fram hjá bönnum með því að vera með margar útgáfur af fyrirtækinu. Flestir virðast sammála um það að auglýsingarnar séu til óþurftar.

Fjármagn streymir úr landi

Einn nefnir hins vegar að ef nógu margir tilkynni þá sé hægt að losna við þær. Það er að þær verði „shitlistaðar“. Það hafi hann séð gerast í nokkur skipti. Hann segir að það sé vandamál hversu margir krakkar verði háðir spilavítisleikjum og eyði í þetta háum fjárhæðum, fjárhæðum sem streymi úr landi.

„Auðvitað ættum við að hafa líka samband við lögguna eða dómsmálaráðuneytið út af þessu og láta þau láta yt [Youtube] shitlista þessar auglýsingar, en þangað til þá verðum við að taka þessar 1-2 mínútur í það,“ segir hann. Að minnsta kosti þurfa 20Bet þá að hafa fyrir því að láta gera nýjar auglýsingar.

Auglýsandinn virði íslenska löggjöf

Annar nefnir að það sé þjóðhagslegur ávinningur í því að íslenska ríkið tæki almennilega á þessu, gera málið að milliríkjadeilu, snúa upp á hendur auglýsandans um að virða íslenska auglýsingalöggjöf þegar komi að auglýsingum sem beint sé að íslenskum þegnum.

„Ég hugsa að eina leiðin til að Youtube vilji gera nokkuð í þessu sé ef þau standa frammi fyrir einhvers konar hegningu, hvort sem það er bad press [neikvæð umfjöllun] á öðrum samfélagsmiðlun eða fréttamiðlum, þrýstingur frá íslenskum stjórnvöldum (ef það svo sem breytir einhverju) eða jafnvel lögsókn. Ef þau eru að rannsaka sig sjálf þá finna þau auðvitað ekkert að,“ segir enn annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skrifar sögu sonarins Benjamíns Nökkva sem lést 11 ára – „Veistu amma, ég held ég þurfi að pakka í töskur og flytja upp í skýin“

Skrifar sögu sonarins Benjamíns Nökkva sem lést 11 ára – „Veistu amma, ég held ég þurfi að pakka í töskur og flytja upp í skýin“
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert um ákvörðun Underwood og Village People – „Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð“

Arnar Eggert um ákvörðun Underwood og Village People – „Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð“
Fréttir
Í gær

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi
Fréttir
Í gær

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps