fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Steinar: Veggjalúsin orðin að faraldri hér á landi – „Það hef­ur komið fyr­ir að það hafi þurft að henda öllu út úr húsi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 07:44

Steinar Smári að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands, segir að líkja megi útbreiðslu veggjalúsarinnar hér á landi við faraldur.

„Fyr­ir ári fór ég einu sinni í viku í út­kall út af veggjal­ús en í dag er ég kallaður út fimm til sjö sinn­um í viku,“ seg­ir Stein­ar í samtali við Morgunblaðið í dag.

Veggjalúsin er heldur óspennandi gestur en hún nærist alfarið á blóði sem hún sýgur úr fórnarlömbum sínum.

„Þegar hungur sverfur að skríða lýsnar fram úr fylgsnum sínum sem oftast eru í námunda við svefnstaði, í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum með saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum, laust veggfóður eða glufóttan panel; í stuttu máli hvarvetna þar sem felustaði er að finna,“ segir til dæmis í umfjöllun Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á Vísindavefnum.

Steinar segir við Morgunblaðið að lúsin haldi mikið til á hótelum og gistirýmum og hættan sé sú að hún komi með ferðamönnum til landsins.

Ýmsar leiðir eru þó til að uppræta lúsina en Steinar mælir gegn því að fólk reyni það sjálft. Hættan sé sú að lúsin reyni að flýja eitrið og dreifi sér þar með um húsið.

„Það hef­ur komið fyr­ir að það hafi þurft að henda öllu út úr húsi eða koma inn­bú­inu fyr­ir í frystigámi í eina viku þar sem frostið er meira en mín­us 18 gráður því egg­in drep­ast ekki fyrr,“ segir hann í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins