fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður ekki viðstödd þegar Donald Trump verður svarinn í embætti Bandaríkjaforseta næstkomandi mánudag, 20. janúar.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að Halla hafi ekki fengið boð um að vera viðstödd, ekki frekar en fyrirrennarar hennar í embætti eða aðrir norrænir þjóðarleiðtogar.

Ekki sé hefð fyrir því að erlendum þjóðhöfðingjum sé boðið að vera við innsetningu Bandaríkjaforseta.

Morgunblaðið bendir þó á að Trump hafi rofið þessa hefð árið 2017 þegar hann bauð fulltrúum lykilbandamanna sinna, til dæmis Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var svarinn í embætti.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að meðal þeirra sem fá boðskort nú séu Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Xi Jinping, forseti Kína, Nayib Bukele, forseti El Salvador, Javier Milei, forseti Argentínu og Takeshi Iwaya, utanríkisráðherra Japans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“