fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 08:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Isavia hafi leitað til ráðgjafafyrirtækisins Aton um aðstoð við að svara grein Skúla Gunnars Sigfússonar, sem gjarnan er kenndur við veitingakeðjuna Subway, á dögunum.

Skúli tók félagið til bæna á dögunum fyrir að eyða formúu af peningum í dýrasta auglýsingapláss landsins rétt áður en áramótaskaupið var sýnt á gamlárskvöld.

Skúli gagnrýndi þetta í pistli á Vísi og benti á að flest fyrirtæki á einkamarkaði hefðu þurft að huga verulega að kostnaði í því efnahagsumhverfi sem ríkt hefur hér á landi síðustu misseri.

„Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi,“ sagði Skúli meðal annars og giskaði á að auglýsingin, bæði framleiðsla og birting, hefði kostað um sex milljónir króna.

Isavia svaraði þessu með grein á vef sínum þar sem bent var á að fyrirtæki í markaðsráði Keflavíkurflugvallar hafi staðið saman að auglýsingunni og fjármögnun hennar. Var þessu líkt við fyrirkomulag sem tíðkast til dæmis í verslunarmiðstöðvum á borð við Smáralind og Kringluna.

Í frétt Morgunblaðsins í dag er bent á að Isavia virðist „ekki hafa verið fært“ um að svara án utanaðkomandi aðstoðar því blaðið kveðst hafa tölvupósta undir höndum þar sem Berglind Arnardóttir, vörumerkjastjóri Isavia, segir til dæmis:

„Við höf­um ráðfært okk­ur við fjöl­miðlaráðgjaf­ana okk­ar hjá Aton og niðurstaðan er að svara þess­ari ábend­ingu Skúla. Aton hef­ur aðstoðað okk­ur við að móta svar og mun­um við gefa það út á vefn­um okk­ar eft­ir skamma stund,“ seg­ir í póstinum sem Morgunblaðið vitnar til.

Skúli birti svo aðra grein 6. janúar síðastliðinn þar sem hann gerði lítið úr svörum Isavia. Hvatti hann félagið meðal annars til að upplýsa um kostnaðinn. Morgunblaðið segir að Berglind hafi í kjölfarið sent póst sem ekki megi skilja öðruvísi en svo að Isavia ætli að sjá hvort félagið komist ekki upp með að svara engu um síðari greinina og láta málið sofna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“