fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 12:07

Bárðarbunga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að óvissustig þýði að eftirlit er haft með atburðarás sem gæti á síðari stigum leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað.

Eins og komið hefur fram að varð snemma í morgun snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu.

Í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér í hádeginu kemur fram að um 130 skjálftar hafi mælst frá því að hrinan hófst og mældist stærsti skjálftinn, 5,1, klukkan 08:05 í morgun. Sautján aðrir skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst og að minnsta kosti tveir þeirra voru yfir 4.

Töluverður ákafi var í hrinunni þangað til um kl. 9 í morgun en þá byrjaði að draga úr ákefðinni, en áfram mælast skjálftar á svæðinu og of snemmt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út.

Bent er á það í tilkynningunni að skjálftavirkni í Bárðarbungu hafi aukist síðustu mánuði. Eldstöðin er óvenju stór og margar sviðsmyndir um mögulega þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“