fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Fá varla bætur vegna skemmdra bíla – Vegagerðin brást nógu fljótt við tilkynningum um hættulegar holur

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 20:30

Fjölmargir urðu fyrir tjóni á bílum sínum um helgina. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumenn sem sprengdu dekk eða skemmdu bíla sína við það að keyra ofan í djúpar holur sem mynduðust í þíðunni um helgina á höfuðborgarsvæðinu fá að öllum líkindum ekki bætur frá Vegagerðinni vegna tjónsins. Ástæðan er sú að Vegagerðin brást, að öllum líkindum, nægilega fljótt við tilkynningum um holurnar en miðað er við að viðbragðstíminn sé innan fjögurra klukkustunda frá fyrstu tilkynningu.

Þetta kemur fram í frétt sem birtist á heimasíðu Vegagerðarinnar seinnipartinn í dag í kjölfar fyrirspurnar DV.

Sjá einnig: Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

DV greindi frá því á mánudaginn að fjölmargir ökumenn hefðu lent í því um helgina að sprengja dekk á bílum sínum eða jafnvel skemma þá enn frekar við að keyra ofan í áðurnefndar holur á að minnsta kosti þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Að minnsta kosti 21 bílar urðu fyrir slíku tjóni samkvæmt tilkynningu frá lögregunni í byrjun vikunnar.

Ein af þessum holum myndaðist á hringtorgi á Vesturlandsvegi þar sem keyrt er inn í Helgafellsland í Mosfellsbæ. Þar urðu líklega á annan tug bifreiða fyrir ýmis konar tjóni og bar á því ökumenn lýstu yfir óánægju sinni með að Vegagerðin hafði ekki brugðist fyrr við tilkynningum um hættuna.

Röð tjónaðra bíla við Vesturlandsveg

Fyrsta tilkynningin er sögð hafa borist um kl. 16 en Vegagerðin mætti á staðinn til að lagfæra holuna tveimur klukkustundum síðar.

Eins og áður segir er nægilegur viðbragðstími samkvæmt Vegagerðinni fjórar klukkustundir en starfsmenn stofnunarinnar reyna þó að sjálfsögðu að bregðast hraðar við ef kostur er.

Allar líkur eru því að ökumenn muni ekki eiga rétt á bótum fráVegagerðinni vegna tjóns sem þeir urðu fyrir en þurfi þess í stað að leita til tryggingafélaga sinna.

Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns