Mál verslunarstjórans Sigurjóns Ólafssonar, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlega fatlaðri konu og syni hennar, hefur vakið gífurlega athygli.
Fyrir utan að hafa þráfaldlega mök við konuna, sem var undirmaður hans í matvöruverslun, um fjögurra ára skeið, var Sigurjón dæmdur fyrir að hafa látið seinfæran son konunnar horfa á mök þeirra.
Sigurjón var einnig sakfelldur fyrir að láta aðra menn hafa mök við konuna gegn vilja hennar. Mönnunum kynntist hann á netinu. Harðlega hefur verið gagnrýnt að þessir menn hafi ekki verið ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn konunni. Dæmi eru um að netverjar hafi kallað eftir nöfnum mannanna og lýst yfir vilja til að birta þau.
DV leitaði upplýsinga um þetta hjá embætti Héraðssaksóknara. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari sagðist í samtali við DV geta veit upplýsingar um formhlið málsins en hann tjáði sig ekki um það efnislega. Karl Ingi segir:
„Ég get bara staðfest það að málin gagnvart þessu mönnum voru felld niður á þeim grundvelli að það þótti ekki líklegt að það næðist fram sönnun. Á hvaða grunni get ég ekki bara svarað. En málin voru felld niður gagnvart þeim þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellis.“
Aðspurður hvort málin verði mögulega tekin upp aftur, svaraði Karl Ingi: „Almennt séð þá er unnt að taka upp mál sem hafa verið felld niður. Meðal annars þegar ákarðanir eru kærðar til ríkissaksóknara og sömuleiðis ef það koma fram einhver ný gögn í máli, þá er hægt að hefja rannsókn að nýju.“
Fjórir menn sem voru í kynferðislegum samskiptum við Sigurjón á netinu báru vitni fyrir dómi í málinu og greint frá vitnisburði þeirra frá blaðsíðu 37 til 39 í texta dómsins.
Þrír mannanna sögðust hafa haft samræði við konuna en einn segist aldrei hafa farið á staðinn og hitt fólkið.
Einn mannanna segist hafa farið í tvö til þrjú skipti til Sigurjóns og konunnar. Hann eins og hinir mennirnir segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að samfarirnar væru gegn vilja konunnar og ekki hafa upplifað neitt á vettvangi sem benti til þess. Sigurjón hafi þó haft mun meira frumkvæði að samförunum sem konan. Um vitnisburð eins mannanna segir svo í texta dómsins:
„Vitnið hefði ekki séð neitt athugavert þegar hann kom á staðinn og talið að konan væri samþykk því sem fram fór. Frekar spurður hvernig konan hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel en vitnið endurtók að hann hefði ekki séð neitt athugavert í fari hennar eða að hún væri ekki viljug. Kynferðismökin sem áttu sér stað hefðu verið eins í öll skiptin, þ.e. að ákærði og vitnið skiptust á að hafa samræði við konuna og að hún veitti hinum munnmök á sama tíma. Konan hefði virst taka virkan þátt í kynferðismökunum. Útfærslan á þeim hefði ekki verið ákveðin fyrirfram eða vitnið mundi ekki eftir að svo hefði verið. Það sem gert var á staðnum hefði frekar verið undir stjórn eða að frumkvæði ákærða en ekki konunnar. Þá hefðu smokkar ekki verið notaðir. Varðandi samskipti kom í aðalatriðum fram að þau hefðu verið takmörkuð og vitnið ekki talað að neinu ráði við konuna. Hið sama hefði verið með samskipti vitnisins við ákærða. Þá kvaðst vitnið ekki kannast við eða muna eftir að hafa verið í síma- eða Messenger-samskiptum við konuna án aðkomu ákærða eða að hann hefði falast eftir að hitta hana án þess að ákærði væri á staðnum.“
Annar maður sem hafði samræði við konuna segir að Sigurjón hafi komið nakinn til dyra þegar maðurnn kom á staðinn. Maðurinn segir að er hann var að kveðja fólkið eftir um 10-20 mínútna viðveru á staðnu hafi honum fundist andrúmsloftið skrýtið. Hann hafi engu að síður ekki upplifað neitt sem benti til nauðungar konunnar. Um framburð hans segir hann orðrétt:
„Samskiptin hefðu verið á nokkurra daga tímabili og þau gengið út á að hitta par í kynferðislegum tilgangi þar sem vitnið tæki þátt í kynlífi. Útfærslan á kynlífinu hefði hins vegar ekki verið rædd í smáatriðum. Þá kvaðst vitnið kannast við efni samskiptanna út frá gögnum málsins. Frekar spurður út í samskiptagögnin út frá efnislegri merkingu þess sem var skrifað kvaðst vitnið á þeim tíma hafa sett það í samhengi við sub og dom kynlíf, þ.e. stjórnsamur og undirgefinn þar sem samþykki væri fyrir hendi og að ekki væri farið yfir mörk. Vitnið hefði að morgni dags mætt á staðinn og nakinn karlmaður hleypt honum inn í íbúðina. Konan hefði líka verið nakin og þau virst vera byrjuð að hafa kynferðismök. Vitnið hefði verið við hliðina á þeim í rúmi og konan verið að veita manninum munnmök. Maðurinn hefði síðan sagt við konuna eitthvað á þá leið viltu ekki veita honum smá athygli. Hún hefði þá og án þess að hika byrjað að veita vitninu munnmök. Frekar spurður kvaðst vitnið ekki muna hvort konan hefði svarað manninum einhverju í tengslum við fyrrgreind ummæli. Vitnið hefði hins vegar á þessum tímapunkti verið orðinn afhuga því að taka þátt í kynferðismökunum og ekki reynst vera að fá kynferðislega örvun. Þá hefði vitnið stuttu síðar, mögulega mínútu eftir að konan byrjaði að veita honum munnmök, sagt parinu að þetta væri ekki að ganga og að hann vildi hætta. Til skýringar tók vitnið fram að hann væri ekki morgunmanneskja og hann hefði ekki reynst vera vel upplagður fyrir kynlíf þegar hann var kominn á staðinn. Vitnið hefði síðan byrjað að klæða sig. Maðurinn hefði á meðan haft samræði við konuna og lokið sér af með sáðláti. Frekar spurður kvaðst vitnið ekki hafa notað smokk við munnmökin og þá kvaðst hann ekki vera viss hvernig því hefði verið háttað með manninn. Aðspurður um samskipti á staðnum greindi vitnið í aðalatriðum frá því að samskiptin hefðu verið mjög takmörkuð og þá fremur varðandi konuna eða að vitnið mundi þetta ekki mjög vel. Frekar spurður greindi vitnið frá því að engin umræða hefði verið á staðnum um hvað konan vildi í kynlífinu. Vitninu hefði virst sem maðurinn og konan væru bæði samþykk því sem var að gerast. Þá hefðu atvik eða aðstæður komið vitninu fyrir sjónir eins og að tvær manneskjur væru að stunda kynlíf. Vitnið hefði verið um 10–20 mínútur á staðnum og ekki merkt nein vonbrigði hjá parinu um að hann væri að fara. Á leiðinni úr íbúðinni hefði vitninu fundist aðstæður eða andrúmsloftið vera skrýtið en hann hefði þó ekki lesið neitt sérstakt í aðstæðurnar. Frekar spurður út frá framburðarskýrslu vitnisins hjá lögreglu endurtók eða staðfesti vitnið meðal annars að upplifun hans hefði verið með þeim hætti að ekkert athugavert hefði virst vera með konuna heldur að hún hefði verið virk í kynferðismökunum með manninum og af fúsum og frjálsum vilja.“
Einn maður til viðbótar greindi frá því fyrir dómi að hann hefði haft samræði við konuna. Hann hefði hitt Sigurjón og konuna í þrjú aðgreind skipti í íbúð hjá þeim sem var í blokk. „Varðandi fyrsta skiptið greindi vitnið í aðalatriðum frá því að hafa komið á staðinn þar sem búið var að taka úr lás og parið verið byrjað að hafa samfarir. Vitnið hefði til að byrja með horft á þau en síðan afklætt sig og haft samfarir við konuna,“ segir í texta dómsins um þennan vitnisburð.
Þessi maður segist vera með „nánar tilgreinda röskun“ sem gerði að verkum að hann ætti erfitt með að lesa í fólk og aðstæður. Auk þess væri hann ekki góður í samskiptum. Hann segist ekki hafa vitað hvort konan naut samfaranna en engin höfnun hefði verið merkjanleg hjá henni.
Konan sjálf lýsti því fyrir dómi að samfarirnar við mennina hefðu verið að frumkvæði Sigurjóns og gegn vilja hennar.
DV hefur ekki upplýsingar um hvort Sigurjón hyggst áfrýja dómnum til Landsréttar en leitar eftir þeim upplýsingum og verður fréttin uppfærð ef þær berast.