fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 10:36

Fjölmargir urðu fyrir tjóni á bílum sínum um helgina. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi út tilkynningu í morgun þar sem ökumenn voru varaðir við fjölmörgum holum í malbikuðum vegum sem hafa skemmt bíla víða um borgina um helgina. Í kjölfar þess að þíða tók hafa líkurnar á þessari holumyndun aukist og miðað við fjölda tjónatilkynninga hafa þær verið með svakalegra móti.

Í áðurnefndri tilkynningu frá lögreglu var minnst á þrjár skæðar holur sem ollu tjóni á að minnsta kosti 21 bifreið.

Ein af þessum holum myndaðist á hringtorgi á Vesturlandsvegi þar sem keyrt er inn í Helgafellsland í Mosfellsbæ.

 

Mikil umræða hefur skapast um málið á íbúasíðu Mosfellsbæjar þar sem fjölmargir íbúar greina frá því að þeir hafi lent í tjóni á hringtorginu. Kemur fram að líklega hafi á annan tug bíla orðið fyrir skemmdum vegna holunnar.

Talsverð röð af tjónuðum bílum hafi myndast við hringtorgið, eins og neðangreind mynd sýnir, og hafi einn umhyggjusamur ökumaður tekið sig til og lagt um tíma fyrir framan holuna til þess að forða öðrum frá sambærilegum óhöppum. „Þakka innilega bílstjóranum sem lagði fyrir holuna til að passa að aðrir lentu ekki i henni. Það hefur 100% bjargað mér og mínum bíl,“ skrifaði einn þakklátur vegfarandi.

Röð tjónaðra bíla við Vesturlandsveg. Mynd/Aðsend
Gjöreyðingaholan olli miklu tjóni. Mynd/Aðsend

 

Þá eru margir íbúar ósáttir við svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar í málinu. Er greint frá því að tilkynnt hafi verið um holuna um kl.16 í gær en Vegagerðin látið um 2 klukkustundir líða áður en brugðist var við. „Ég var einn af þeim sem lenti í þessari risastóru holu áður en það var fyllt upp í hana. Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón. Það er ömurlegt ef það var löngu búið að tilkynna þetta því ég keyri þarna kl. 17:50,“ segir annar ökumaður sem veitti DV góðfúslegt leyfi til að birta ofangreindar myndir.

Fram kemur að Vegagerðin hafi mætt á svæðið upp úr kl.18 og lagfært holuna.

DV óskaði eftir viðbrögðum Vegagerðarinnar vegna málsins og spurt hvaða verkferlar færu í gang þegar tilkynnt væri um slíka hættu og hver eðlilegur viðbragðstími væri.  Óskað var eftir skriflegri fyrirspurn og verður fréttin uppfærð þegar svör berast.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn