fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 08:00

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Póstsending, sem innihélt meðal annars 12 til 15 utankjörfundaratkvæði, var skilin eftir í afgreiðslu Kópavogsbæjar föstudaginn 29. nóvember síðastliðinn án þess að starfsmenn urðu þess áskynja. Atkvæðin skiluðu sér ekki inn til talningar og voru af þeim sökum ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í kjördæminu.

Morgunblaðið greinir frá þessu á forsíðu sinni í dag.

Það var ekki fyrr en á mánudeginum, 2. desember, sem málið uppgötvaðist þegar ný póstsending var móttekin, segir í frétt Morgunblaðsins.

Fram hefur komið að litlu hafi munað á fylgi einstakra flokka í Suðvesturkjördæmi og því þurfti ekki mörg atkvæði til eða frá til að hafa áhrif á úthlutun uppbótarþingsæta.

Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir Pálma Þór Mássyni, bæjarritara Kópavogsbæjar, að landskjörstjón sé upplýst um málið og ráðstafanir hafi verið gerðar svo að eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Þá kemur fram að atkvæðin muni falla niður dauð.

Bæði Píratar og Framsóknarmenn hafa kært framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmi og hafa Píratar til að mynda krafist þess að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar. Búist er við því að álit landskjörstjórnar liggi fyrir um miðja vikuna og mun Alþingi svo taka afstöðu til málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn