Morgunblaðið greinir frá þessu á forsíðu sinni í dag.
Það var ekki fyrr en á mánudeginum, 2. desember, sem málið uppgötvaðist þegar ný póstsending var móttekin, segir í frétt Morgunblaðsins.
Fram hefur komið að litlu hafi munað á fylgi einstakra flokka í Suðvesturkjördæmi og því þurfti ekki mörg atkvæði til eða frá til að hafa áhrif á úthlutun uppbótarþingsæta.
Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir Pálma Þór Mássyni, bæjarritara Kópavogsbæjar, að landskjörstjón sé upplýst um málið og ráðstafanir hafi verið gerðar svo að eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Þá kemur fram að atkvæðin muni falla niður dauð.
Bæði Píratar og Framsóknarmenn hafa kært framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmi og hafa Píratar til að mynda krafist þess að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar. Búist er við því að álit landskjörstjórnar liggi fyrir um miðja vikuna og mun Alþingi svo taka afstöðu til málsins.