fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fréttir

Borgin greiðir 100 milljónir við framkvæmdir á Vatnsstíg þar sem ferðamenn dvelja

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. janúar 2025 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að heimila um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að bjóða út fram­kvæmd­ir vegna end­ur­gerðar Vatns­stígs á milli Lauga­veg­ar og Hverf­is­götu. Ef af framkvæmdum verður hefjast þær nú í mars og á að ljúka í ág­úst 2025. Fram­kvæmd­in er sam­starfs­verk­efni með Veit­um. Heild­ar­kostnaðaráætl­un er áætlaður 160 millj­ón­ir króna og þar af er hluti Reykja­vík­ur­borg­ar 100 milljónir króna.

Á þessum hluta götunnar eru íbúðir fyrir ferðamenn öðru megin götunnar og hefur gatan tekið miklum breytingum undanfarin ár vegna endurnýjunar húsa á Vatnsstíg 4 og Laugavegi 33, 35 og 37. Við þá framkvæmd og fyrirhugaða framkvæmd hverfa alls um átta bílastæði, þar af stæði sem áður var p-merkt neðst á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu. Í lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd kemur fram að þó þessi hluti Vatns­stíg­s verði göngu­gata verður aðgengi bíla að lóðum tryggt.

Svona mun gatan líta út eftir framkvæmdir
Svona lítur gatan út í dag
Mynd: ja.is
Svona leit gatan út árið 2017
Mynd: ja.is

Íbúðahótel í sögufrægum húsum miðbæjarins

Á Vatnstíg 2 og 4 er rekið íbúðahótelið Reykjavík Residence Hótel ehf. sem rekur gistingu fyrir ferðamenn í nokkrum húsum á Vatnsstíg, Veghúsastíg, Hverfisgötu og Lindargötu. Móttaka hótelsins er á Vatnsstíg 2 og tekið er fram á vef hótelsins að engin bílastæði séu þar við, ferðamenn þurfi fyrst að leggja séu þeir á bíl, einnig er tekið fram að engin frí bílastæði séu á svæðinu. Eitt p-merkt stæði er við innganginn. Ef ferðamenn nýta sér flugrútuna þá eru næstu stoppistöðvar við Safnahúsið á Hverfisgötu og á Skúlagötu. 

Reykjavík Residence Hótel sem rekið hefur verið frá árinu 2011 er í eigu Íslenskrar fjárfestingar ehf. sem er í eigu athafnamanna Arnar Þórissonar og Þóris Kjartanssonar.

Flaggskip fyrirtækisins er Reykjavík Residence hótel sem samanstendur af 63 hótelíbúðum, allt frá tveggja manna stúdíóíbúðum upp í þriggja svefnherbergja íbúðir. Fullbúin eldhús eða eldunaraðstaða er í öllum íbúðum. Hótelið er til húsa í átta fallegum og sögufrægum byggingum á Hverfisgötu 21, Hverfisgötu 45, tveimur byggingum á Hverfisgötu 78, Veghúsastíg 7, Veghúsastíg 9, Veghúsastíg 9a, Lindargötu 11 og Vatnsstíg 2.

Mynd: Reykjavík Residence Hótel ehf.

Bætist veitingastaður við á Vatnsstíg?

Í apríl 2024 var tekið fyrir á fundi skipulagsfulltrúa fyrirspurn Leiguíbúða ehf., dags. 16. febrúar 2024, um hvort heimilt væri að reka veitingastað að Vatnsstíg 4 sem sérhæfði sig í morgunmat. Kom fram að í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýbyggingar að Vatnsstíg 4 og var niðurstaðan að ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við rekstur veitingastaðar að Vatnsstíg 4. 

Eigendur Leiguíbúða ehf. sem er með lögheimili að Laugavegi 39 eru Kristján Magnason og Jóhann Guðlaugur Jóhannsson. Á vef fyrirtækisins kemur fram að til sölu eru íbúðir við Vatnsstíg 4 og Laugaveg 33, 33b og 35.

Samkvæmt fasteignaskrá er Vatnsstígur 4 með 13 íbúðum, Laugavegur 33 er skráð sem verslun, og Laugavegur 35 er í þremur eignahlutum sem veitingastaður, verslun og hótelíbúð. Laugavegur 37 er skráð sem hótelibúðir og tvær verslanir, og Laugavegur 39 sem sex íbúðir, tvær verslanir og kvikmyndahús.

Í hverju felst fyrirhuguð framkvæmd?

Fram­kvæmd­in felst í end­ur­gerð götu og veitu­kerfa á Vatns­stíg milli Lauga­veg­ar og Hverf­is­götu. Um er að ræða upp­rif og förg­un á nú­ver­andi yf­ir­borði, los­un klapp­ar, jarðvegs­skipti, lagn­ingu frá­veitu-, vatns- og hita­veitu­lagna, ásamt lagn­ingu raf- og ljós­leiðara­lagna. Gat­an verðurhellu­lögð göngu­gata með sams konar  yfirborði og er á Lauga­vegi við Frakka­stíg, og. með snjó­bræðslu, gróðurbeðum og götu­gögn­um. Frá­gang­ur teng­ist framtíðar­skipu­lagi og end­ur­gerð á Lauga­vegi.

Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands lagði fram bókun þar sem kemur fram að mikilvægt er að endurgerðin og framkvæmdatíminn verði auglýstur vel gagnvart íbúum og þeim sem fara um svæðið sem og ef farið er yfir áætluð verklok.

Hvernig verður aðgengi að Vatnsstíg

Laugavegur fyrir ofan Vatnsstíg er göngugata og er aðeins heimilt að aka götuna í undantekningartilvikum, upp Laugaveg frá Frakkastíg, og síðan niður Vatnsstíg að Hverfisgötu. Í febrúar árið 2024 var  tilkynnt að Lauga­veg­ur verði óslit­in göngu­gata frá Frakka­stíg að Ing­ólfs­stræti og við gildis­tök­una yrði  ein­stefnu snúið við á kafl­an­um frá Frakka­stíg að Klapp­ar­stíg. Vorið 2019 var akst­urs­stefn­unni á þess­um kafla Lauga­veg­ar breytt og ekið upp götuna í stað niður eins og gert hafði verið frá árinu 1932 þegar Laugavegur varð einstefnugata. Breytingin vorið 2019 olli rugl­ingi ökumanna, og enn í dag aka þeir móti umferð og það einnig á tíma sem ekki er heimilt að koma með vörur í fyrirtæki á svæðinu. Sum­arið 2023 var ráðist í end­ur­bæt­ur á gatna­mót­um Lauga­veg­ar og Frakka­stígs og eins og fram kemur í upphafi eiga fyrirhugaðar framkvæmdir á Vatnsstíg að vera í sömu mynd.

Þegar Laugavegi verður snúið aftur við á þessum kafla hvenær sem sú framkvæmd tekur gildi verður því enn aðeins heimilt að keyra þennan kafla Laugavegs í undantekningartilvikum. Má því spyrja hvernig borgin ætlar að uppfylla: „aðgengi bíla að lóðum tryggt.“ Mun jafnvel akstursstefnu breytt á þessum hluta götunnar þannig að aðgengi að lóðum verði frá Hverfisgötu og upp Vatnsstíg að Laugavegi. Ökumenn yrðu svo að keyra aftur niður götuna og Hverfisgötu. 

14 nýjar íbúðir neðar í götunni

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júní 2024 var lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir tvö steinsteypt fjölbýlis á neðri hluta Vatnsstígs milli Hverfisgötu og Lindargötu. Húsin verða með timburþaki sem verða stúdentagarðar með 7 íbúðarherbergi í sitt hvort húsið á lóð nr. 12 við Vatnsstíg. Ekki voru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

Vatnsstígur 12
Mynd: ja.is

Ljóst er að Vatnsstígur hefur tekið miklum breytingum undanfarið og mun taka enn frekari breytingum á næstu mánuðum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur segist vera kominn á bannlista Easyjet – „Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju“

Íslendingur segist vera kominn á bannlista Easyjet – „Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju“
Fréttir
Í gær

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland