fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Þarf að svara til saka vegna hættulegrar líkamsárásar á sumarnóttu árið 2022

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. janúar 2025 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fíkniefnabrot, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst árið 2022, utandyra á ónefndum stað, kastað glerflösku í höfuð manns með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut 2,5 cm langan skurð ofan og aftan við vinstra eyra.

Maðurinn er jafnframt sakaður um að hafa á sama tíma haft í vörslu sinni 0,27 g af kókaíni sem fannst við öryggisleit á honum.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ekki er minnst á einkaréttarkröfu um miskabætur í ákærunni.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 21. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum