Í hádeginu í dag hófust mótmæli Eflingar fyrir framan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni. Á annan tug félaga í Eflinginu, íklæddir einkennandi gulum vestum, standa nú mótmælastöðu fyrir framan veitingastaðinn og útdeila dreifimiðum þar sem fullyrt er að eigendur Finnsson Bistro séu þátttakendur í SVEIT – Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri – sem Efling segir standa á bak við stéttarfélagið Virðingu.
Efling hefur staðið í miklu stríði við Sveit og Virðingu undanfarin misseri en Virðing er sakað um að vera „gervistéttarfélag“ sem brjóti á réttindum starfsfólks með „gervikjarasamningnum“
Mótmæli Eflingarfélaga svipa til aðgerða sem beitt var gegn veitingahúsinu Ítalíu við Frakkastíg sem hafði mikil áhrif á rekstur þess.