fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Íslendingur segist vera kominn á bannlista Easyjet – „Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. janúar 2025 19:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur kveður sér hljóðs á samfélagsmiðlinum Reddit og segist vera kominn á svartan lista hjá flugfélaginu Easyjet og sakar forsvarsmenn félagsins um rasisma. Færslan hefur vakið gríðarlega athygli enda afar skilmerkilega framsett en auk frásagnar mannsins birtir hann samskipti við flugfélagið.

Neitað að stíga um borð í vélina án ástæðu

Maðurinn, sem er borinn og barnfæddur hérlendis. Í frásögn hans kemur fram að móðir hans sé íslensk en faðir hans frá Afríku og sjálfur sé hann dökkur á hörund og beri afrískt nafn. Umrætt atvik átti sér stað þann 26. maí síðastliðinn en þá átti ungi maðurinn flug með Easy Jet frá Keflavík til Ítalíu þaðan sem ætlunin var að fljúga áfram til heimalands föðursins í Afríku og heimsækja fjölskylduna þar.

Maðurinn skráði sig vandræðalaust í flugið, fékk brottfararspjald sitt og fór síðan í gegnum öryggisleitina í Keflavík. Við tók nokkra klukkustunda bið eftir fluginu en þegar kom að því að ganga inn í flugvélina kom babb í bátinn. Skyndilega virkaði brottfaraspjaldið ekki í skannanum og eftir eftirgrennslan kom í ljós að Íslendingurinn hafði verið afskráður úr fluginu.

Eftir mikla reikistefnu kom um síðir í ljós að flugfélagið hafi tekið þá ákvörðun að setja hann á einhverskonar svartan lista og ákveðið að hann myndi ekki fá að fara með í umrætt flug.

Upplifði sára niðurlægingu og telur að um rasisma sé að ræða

Í færslu Íslendingsins kemur fram að umrætt atvik hafi eðlilega fengið mikið á hann og hann hafi upplifað sára niðurlægingu. Hann hafi ekki enn fengið neinar skýringar á ákvörðun flugfélagsins en aðeins það að flugmiði hans hafi verið afturkallaður 20 mínútum eftir að hann fór í gegnum öryggisleitina en ástæðan ekki gefin upp.

Bendir maðurin á að hann sé í traustri vinnu, sé ekki á sakaskrá og þá notar hann hvorki áfengi né önnur vímuefni. Segir hann í ljósi þess geti hann varla komist að annarri niðurstöðu en að húðlitur hans hafi verið ástæða ákvörðunar Easyjet.

„Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju,“ segir maðurinn í færslunni.

Hann fór fram á endurgreiðslu vegna flugmiðans en fékk aðeins farangursgjaldið endurgreitt, en ekki andvirði flugmiðans.

Maðurinn segist hafa ráðfært sig við lögfræðing sem segi málið alvarlegt og mögulega hreint mannréttindabrot. Ungi Íslendingurinn hyggst því taka málið lengra, ræða við Neytendasamtökin og skoða sinn rétt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki