Dagbladet segir að á Telegram sé sérstök rás þar sem rússnesk kona vinnur að því að fá arabískumælandi menn til að ganga til liðs við rússneska herinn. Hún lofar þeim rússneskum ríkisborgararétti, milljónum rúbla og ýmsum hlunnindum.
Þetta virðist virka, því margir ungir menn hafa gengið til liðs við rússneska herinn og margir þeirra hafa fallið á vígvellinum í Úkraínu að sögn Dagbladet.
Konan lofsamar hermennina í færslum sínum á Telegram og segir þá meðal annars vera „hetjur“.
„Mohammed, okkar kæri vinur. Ég er stolt af þér. Þú ert sannur Rússi,“ segir hún til dæmis í einni færslu þar sem mynd af svörtum manni fylgir með. Hann er með stóra vélbyssu og skotfærabelti.