fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Pressan
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgjaldamesti mánuður ársins, fyrir flesta, er nýafstaðinn og hægt að anda rólega þar til eftir 10 til 11 mánuði þegar aftur kemur að útgjöldum vegna jólanna. En með einföldu ráði, sem fór sigurför um netheima fyrir um tveimur árum, er hægt að undirbúa sig fjárhagslega undir næstu jól (eða safna fyrir einhverju öðru) á einfaldan hátt. Með þessari aðferð er hægt að eiga 111.000 krónur „aukalega“ eftir 12 mánuði, eða auðvitað hærri eða lægri upphæð.

Á netinu gengur þessi sparnaðaraðferð undir heitinu „365 daga jólaáskorunin“. Hugmyndin er að maður leggi ákveðna upphæð til hliðar daglega til að safna fyrir næstu jól. Þetta gengur þannig fyrir sig að fyrsta dag mánaðarins leggur maður ákveðna upphæð fyrir, til dæmis 20 krónur. Daginn eftir eru það 40 krónur, þriðja daginn 60 krónur og svo koll af kolli, upphæðin hækkar sem sagt um 20 krónur á dag.

Ef miðað er við 30 daga að meðaltali í mánuði þá safnast 9.300 krónur í hverjum mánuði ef hækkunin á milli daga er 20 krónur. Það gera rúmlega 111.000 krónur á ári og munar nú um minna. Það er auðvitað hægt að nota hærri eða lægri upphæðir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Í umræðum um þessa aðferð á samfélagsmiðlum segja sumir að þeir fari öfuga leið að þessu og byrji á að leggja hæstu upphæðina fyrir á fyrsta degi mánaðarins og lækki hana síðan eftir því sem líður á mánuðinn og leggi 20 krónur fyrir á síðasta degi mánaðarins. Þetta getur hjálpað sumum því þá finnst þeim ekki eins erfitt að ná endum saman í lok mánaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú