Að sögn lögreglu höfðu mennirnir ekki erindi sem erfiði og voru þeir stöðvaðir af lögreglu við verknaðinn. Báðir mennirnir voru vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.
Í sama umdæmi var tilkynnt um eld á iðnaðarsvæði. Þar hafði kviknað í gömlum rafhlöðum og varð mjög lítið tjón þar sem eldurinn kviknaði utandyra. Slökkvilið var kallað á staðinn sem slökkti eldinn fljótt.
Alls gista ellefu í fangageymslum lögreglu eftir nóttina og alls var 51 mál bókað í kerfum lögreglu.