fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað nokkuð hvassri grein sem Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku og DV fjallaði um.

Í grein sinni lýsti Guðni áhyggjum sínum af stöðu mála á landamærunum og skoraði á Þorbjörgu að bregðast við. Vísaði hann til dæmis í varnaðarorð Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og yfirmann landamæraeftirlitsins á Keflavíkurflugvelli, sem talaði til dæmis um að sum flugfélög komist upp með að gefa yfirvöldum ekki upp farþegalista sína. Þannig kæmu 7% allra flugfarþega í Keflavík til landsins undir nafnleynd.

„Hvers vegna koma 7% flug­f­arþega um Kefla­vík með nafn­leynd? Svaraðu því, Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra. Lokaðu þessu gati strax,“ sagði hann.

Sjá einnig: Guðni rifjar upp samtal:„Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Bakari hengdur fyrir smið

Í grein sinni í Morgunblaðinu reynir Þorbjörg að svara Guðna og tekur hún undir að það sé áhyggjuefni að 7% farþega komi til landsins undir nafnleynd.

„Þetta er áhyggju­efni og því miður ekki nýtt vanda­mál. Þar heng­ir fyrr­ver­andi ráðherr­ann þó bak­ara fyr­ir smið með því að benda á Schengen en ekki þá rík­is­stjórn sem hann studdi dyggi­lega sl. sjö ár,“ segir hún og bætir við að Guðni virðist hafa gleymt sér við skrifin og ekki tekið eftir umfjöllun um aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar.

„Fyrsta frum­varp sem ég lagði fram á þingi sem dóms­málaráðherra varðar aðgang stjórn­valda að farþega­upp­lýs­ing­um, ein­mitt og akkúrat til að taka á þess­um vanda. Ný lög munu skylda öll flug­fé­lög til að veita farþega­upp­lýs­ing­ar. Og ekki stend­ur Schengen í vegi fyr­ir að málið verði af­greitt,“ segir Þorbjörg og tekur fram að hún sé hrifin af áhuga Guðna á landamærunum en hyggur að hann geti nú andað léttar.

„Ný rík­is­stjórn er nefni­lega ekki ein­ung­is meðvituð um þann vanda sem við er að etja held­ur hef­ur burði til að bregðast við. Kannski gild­ir það sama um okk­ur í Viðreisn og Fram­sókn forðum: ár­ang­ur áfram og ekk­ert stopp. Verk­leysi kyrr­setu­stjórn­ar­inn­ar er okk­ur fjarri skapi,“ segir hún.

Öflugri lögregla

Þorbjörg bætir við að ríkisstjórnin hafi þegar hafist handa við að fjölga í lög­regluliði lands­ins og styrkja lög­gjöf gagn­vart skipu­lögðum glæpa­hóp­um. Þannig hafi hún til dæmis mælt fyrir frumvarpi um end­ur­heimt af ávinn­ingi af af­brot­um.

Hún vísar svo í orð Guðna og segir:

„Sof­andi flýt­ur landið okk­ar að feigðarósi. Eit­ur­lyf­in flæða inn og enn er lítið gert, seg­ir lög­reglu­stjór­inn“ og vís­ar þar í lög­reglu­stjóra Suður­nesja. „Þótt hinn nýi dóms­málaráðherra hafi bæði mennt­un og starfs­reynslu tal­ar hann eins og þessi þróun sé óhjá­kvæmi­leg,“ seg­ir fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra.“

Þorbjörg segir að skipu­lagðir brota­hóp­ar leiti þangað sem best er að at­hafna sig.

„Af þeirri ástæðu hef­ur áhersla mín þessa fyrstu mánuði eft­ir að ég tók við sem dóms­málaráðherra verið á að efla lög­reglu og styrkja hana til að tryggja ör­yggi fólks í land­inu. Það er hægt að bregðast við þess­ari þróun af þunga. Og það ger­ir þessi rík­is­stjórn. Ég mun þannig leggja fram frum­varp í haust um aukn­ar heim­ild­ir lög­reglu til að taka á skipu­lögðum brot­um.“

Fleira á döfinni

Þorbjörg nefnir síðan í grein sinni frumvarp hennar um afturköllun alþjóðlegrar verndar hjá þeim sem gerast sekir um alvarleg afbrot og bendir á að það sé nú til meðferðar á Alþingi.

„Í því fel­ast skila­boð um að menn sem hér hafa fengið vernd viti að þess­um rétti fylg­ir ábyrgð. Ég hef sömu­leiðis sett af stað vinnu við að betr­um­bæta reglu­verk um dval­ar­leyfi. Þá er vænt­an­legt frum­varp í haust til að koma í veg fyr­ir það ófremd­ar­ástand sem rík­ir í fang­els­um þar sem nú er vistað fólk sem á að vísa úr landi, ein­fald­lega vegna þess að eng­inn ann­ar staður er til. Með brott­far­ar­stöð væri sú öm­ur­lega staða leyst, en þar verður hægt að vista fólk sem hef­ur fengið synj­un um alþjóðlega vernd en er ósam­vinnu­fúst um að fara af landi. Raun­ar er það svo að ís­lensk stjórn­völd hafa frá 2008 verið skuld­bund­in til að tryggja slíka brott­far­ar­stöð skv. Schengen. Ísland er ein­hverra hluta vegna eina Schengen-ríkið sem ekki hef­ur neitt slíkt úrræði. Svar síðustu rík­is­stjórn­ar var þess í stað að vista hæl­is­leit­end­ur í fang­elsi. Brott­far­ar­stöð er aug­ljós­lega mannúðlegri leið en að fylla fang­elsi lands­ins af fólki sem ekki hef­ur verið dæmt fyr­ir neinn glæp,“ segir hún.

Þorbjörg segir síðan að ríkisstjórnin hyggist af­nema svokallaða 18 mánaða reglu sem ger­ir að verk­um að út­lend­ing­ar sem sótt hafa um alþjóðlega vernd fái sjálf­krafa dval­ar­leyfi af þeirri ástæðu einni að málsmeðferð hef­ur dreg­ist.

„Þetta mun spara heil­mikla fjár­muni en áfram tryggja rétt­láta málsmeðferð. Hver og einn um­sækj­andi fær mál sitt skoðað eft­ir sem áður. Fyr­ir vikið mun rík­is­stjórn­in um leið setja metnað í að búa þeim sem hér fá alþjóðlega vernd tæki­færi til betra lífs, að börn fái kennslu við hæfi og fólk fái at­vinnu­tæki­færi. Það á að vera mark­miðið að geta boðið fólki raun­veru­lega þátt­töku í sam­fé­lagi okk­ar,“ segir hún.

Guðni ætti að verja tíma sínum í annað

Loks gerir hún áhyggjur Guðna af flæði fíkniefna til landsins að umtalsefni en Guðni sagði að lítið væri gert í þeim málum.

„Þetta er rangt. Frétt­ir af efn­um sem gerð hafa verið upp­tæk benda því miður til að markaður fyr­ir fíkni­efni sé tölu­verður. Frétt­irn­ar bera á sama tíma með sér að lög­regla nær ár­angri við að gera upp­tæk efni sem hingað hafa verið flutt. Ég get hins veg­ar ekki stöðvað fíkni­efnainn­flutn­ing með einu penn­astriki þótt fram­sókn­ar­menn haldi það. Fíkni­efna­laust Ísland árið 2000 var sak­leys­is­leg hugs­un sem skilaði litl­um ár­angri. Það þarf að ganga í mál en ekki ríf­ast við sam­starfs­flokka eins og áður tíðkaðist – eða ríf­ast nú í nýrri rík­is­stjórn í sorgar­úr­vinnslu yfir ör­lög­um Fram­sókn­ar. Rík­is­stjórn­in mun áfram vinna að úr­bót­um til að tryggja ör­yggi fólks­ins í land­inu. Guðni get­ur varið tíma sín­um í að leysa vanda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ég tel mig vita að for­ysta flokks­ins sé hæst­ánægð með það. Og Miðflokk­ur­inn reynd­ar líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“