fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucy Anne hvetur ökumenn til árvekni við aksturinn, en 17 ára dóttir hennar keyrði út af á sunnudag. Betur fór en áhorfðist og í færslu sem Lucy birtir á Facebook þar sem sjá má myndir frá vettvangi segist hún þakklát fyrir að ekki fór verr og er þakklát viðbragðsaðilum. Birtir hún færsluna til að sýna alvarleikann á símanotkun við akstur. 

„Þörf áminning til allra. Ferðalagið endaði svona í gær. Hlutirnir geta svo sannarlega breyst á einu augabragði. Allt einu var elsku besta Rakel María okkar ekki keyrandi á eftir okkur og við fáum neyðarskilaboð (crash detected SOS) í símann okkar. (Sem ég mæli með að allir hafi). Ég sný við á punktinum og þetta var aðkoman.

Mikið er ég þakklát að ekki fór verr, stelpurnar eru heilar, mar og bólgur hér og þar og verkir og mikið sjokk. Þakklát er ég fyrir fólkið á slysstað og hjálpað þeim úr bílnum og hlúið að okkur öllum. Við erum aðeins að ná áttum en þetta er mjög óraunverulegt. Þetta er áminning til allra að símar og akstur fer ekki saman eða annað sem tekur athyglina frá akstrinum. Með þessum pósti vil ég sýna alvarleikann á símanotkun. Þetta hefði getað farið verr en því miður voru þær valdar til að lenda í þessu því ég veit að þær munu hafa hátt og að þeirra saga mun bjarga lífi.“

Í samtali við DV segir Lucy að dóttir hennar og vinkona hennar hafi verið saman í bílnum.

„Bíllinn er ónýtur. Þetta gerðist í Melasveit rétt fyrir sex á sunnudagskvöld. Þær eru vel bólgnar og marðar hér og þar um líkamann og þá sérstaklega eftir beltið og loftpúðann. Illt í baki og hálsi og svo eru nýir áverkar enn að koma í ljós.“

Í færslunni á Facebook skrifar Lucy að engar hættur hafi verið í kring.

„Gott veður, ca 80 km hraði, róleg umferð, malbikið þurrt, breiður og góður vegur og kjörið tækifæri til kíkja á skilaboð, samt gerðist þetta. NOTUM ALDREI SÍMA VIÐ AKSTUR TÖKUM EKKI SKJÁHÆTTUNA. Ef bíllinn hefði endað beint ofan í skurðinum þá væri staðan allt önnur. Þetta fór eins vel og hægt var. Þær voru sem betur fer báðar í beltum og loftpúðarnir sprungu út. Þarna vakti einhver yfir þeim.“

video
play-sharp-fill

Í samtali við DV segir Lucy að henni finnist mikilvægt að fjallað sé um færslu hennar og það komi fram að þau viti ekki hvað gerðist nema að athyglin við aksturinn var greinilega ekki til staðar.

„Eins og sést á myndinni þá eru engin bremsuför á þessu langa túni. Stelpurnar vita hvorugar hvað gerðist. Lögreglunni grunar að hún hafi sofnað því það eru engin merki um neitt í grasinu. Dóttir minni minnir að hún hafi verið að fá sér vatn því brúsinn braut rúðuna. 

Ég byrjaði að gera Instagram pósta á story og þá fæ ég fjöldann allan af sögum frá fólki hvað það er oft að lenda í alls konar I umferðinni því fólk er I símanum eða teygja sig eftir einhverju til að rétta börnunum sínum aftur í eða bara hvað sem er. Við erum öll sek um að vera eitthvað annars hugar við aksturinn og það er mjög dýrmætt að fá svona áróður í gang og minna fólk á. Eini munurinn á okkur sem erum búin að vera lengur með bílpróf er að við höfum meiri viðbragðsgetu og reynslu til að bregðast við. Þú veist meira hvað þú átt að gera. Ekki það að það réttlæti það að þú sért annars hugar. Þetta er tilgangurinn minn með því að gera Facebook póst því slysunum í umferðinni er að fjölga gríðarlega.“

Í lok færslu sinnar biður Lucy fólk um að sýna börnunum myndirnar og hugsa sig tvisvar um áður en síminn er tekinn upp við aksturinn: 

„Geriði það elsku vinir því lífið er svo dýrmætt, sýnum börnum okkar þessar myndir og við sjálf tökum þessu alvarlega, hugsum okkur tvisvar um áður en við tökum upp símann, fáum farþegann til að lesa upp skilaboð ef þau eru svona áríðandi. Núna er það bara að vinna úr þessu, draga lærdóm af þessu, fókusa á þakklæti og koma sér aftur af stað út í umferðina, fyrirgefa sjálfum sér og allt þar á milli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Hide picture