fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. apríl 2025 21:30

Hvað ætlar Pútín sér?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur boðað þriggja daga vopnahlé í stríðsrekstri sínum Úkraínu, dagana 8. til 11. maí. Segir hann ákvörðunina vera af mannúðarástæðum. CNN greinir frá.

Yfirlýsingin hefur mætt tortryggni af hálfu úkraínskra ráðamanna sem krefjast þess að Pútín samþykki tilllögu Bandaríkjamanna um lengra vopnahlé, en því hefur hann hafnað.

Pútín lýsti yfir 30 klukkustunda vopnahléi yfir páskana, sem Úkraínumenn féllust á, en þeir halda því fram að það vopnahlé hafi ekki haldið. „Ef Rússland vill virkilega frið þá þurfa þeir að lýsa yfir vopnahléi strax,“ segir Andrii Synhia, utanríkissáðherra Úkraínu. „Hvers vegna að bíða til 8. maí?“

Brian Hughes, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Trump forseti fagni sérhverri viðleitni til að gera hlé á átökunum en hann hafi talað skýrt í þér veru að binda eigi enda á stríðið með friðarsamningi.

„Við erum nálægt markinu en ekki nógu nálægt,“ sagði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kjölfar símtals hans við utanríkisráðherra Rússlands, Sergey Lavrov, á sunnudag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“