Guðni Th. Jóhannesson, fyrrum forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur námskeið um Þingvelli í haust.
Námskeiðið fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og er þriggja kvölda námskeið sem veitir þverfaglega sýn á Þingvelli í gegnum jarðfræði, líffræði, fornleifafræði, stjórnmálasögu og verndunarsjónarmið.
Guðni er þó alls ekki eini kennari námskeiðsins, en kennslan fer fram með fyrirlestrum frá sérfræðingum sem hafa rannsakað og unnið að verndun svæðisins.
Auk Guðna kenna Viðar Pálsson dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Einar Ásgeir Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur og deildarstjóri fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða, og Hilmar J. Malmquist vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Á námskeiðinu er fjallað um
Nánari upplýsingar má finna hér.