fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Bogason, ökukennari til áratuga og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, er mjög gagnrýninn á framkomu stjórnvalda við eldri ökumenn hér á landi.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann svo að sjá sem Samgöngustofa, sýslumannsembætti höfuðborgarsvæðisins, heilsugæslan og löggæslan hafi það að meginmarkmiði að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja nota einkabílinn sér til þægindaauka. Tekur hann dæmi af konu sem hann heyrði af fyrir skemmstu og er fjallað um hér neðar í fréttinni.

Guðbrandur hefur áður gagnrýnt breytingar sem gerðar voru á gildistíma ökuskírteina sem fólu það í sér að almenn ökuskírteini gilda ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Fyrir umsækjendur sem eru orðnir 60 ára gildir skírteinið í tíu ár, 65 ára fimm ár, 70 ára fjögur ár, 71 árs þrjú ár, 72 ára tvö ár og 80 ára eða eldri eitt ár.

Próf gert fyrir „vanvita“

Í grein sinni segir hann að Samgöngustofa hafi beitt sér fyrir ýmsum breytingum þegar lögin voru samþykkt árið 2019. Eitt af því sem hafi fengið brautargengi var að framvegis skyldi læknisvottorð gefið út af heimilislækni viðkomandi einstaklings.

„Rök­in voru að heim­il­is­lækn­ir þekkti best heilsu­far og hagi um­sækj­anda og á þeirri vitn­eskju skyldi vott­orðið grund­vall­ast. Nú hátt­ar þannig til að í dag eru fáir með ákveðinn heim­il­is­lækni held­ur er það „bara ein­hver“ lækn­ir, jafn­vel lækna­nem­ar eða ung­lækn­ar á viðkom­andi heilsu­gæslu­stöð, sem gefa út vott­orðið.“

Hann segir að þegar um sé að ræða vottorð til handa eldri ökumönnum virðist það byggt á klín­ísk­um leiðbein­ing­um eða prófi, svo­nefndu MMSE-prófi, sem ættað er frá há­skóla í Norður-Karólínu og þýtt og staðfært af Land­spít­ala og Eir. Þannig telji menn sig meta vit­ræna getu um­sækj­enda.

„Einnig er fólki gert að teikna klukku og mynd­ir sem eiga að sýna rýmdarskynjun um­sækj­enda. Eft­ir að hafa skoðað þetta „próf“ dett­ur und­ir­rituðum einna helst í hug að það sé gert fyr­ir van­vita. Vinnu­brögð sem þessi þjóna eng­um til­gangi og eru til skamm­ar þeim sem fyr­ir þeim standa. Í reglu­gerð um öku­skír­teini frá 2011 er viðamik­ill og ná­kvæm­ur viðauki um „lág­marks­kröf­ur um and­lega og lík­am­lega hæfni til að stjórna vél­knúnu öku­tæki“. Þar er hvergi að finna neitt með beinni til­vitn­un eða sjá­an­legri teng­ingu við áður­nefnt MMSE-próf. Fyrst svo er mætti spyrja hvort þetta mat geti tal­ist lög­legt eða ekki,“ segir hann.

Eldri ökumenn lýsi kvíða

Guðbrandur bendir svo á að ekki séu allir gæddir teiknihæfileikum og segist hann til dæmis hafa ekið bifreiðum af öllum stærðum og gerðum með þokkalegum árangri í áratugi. Hann sé hins vegar frekar lélegur í að teikna. Veltir hann fyrir sér hvort hann ætti bara alls ekki að hafa ökuréttindi.

Segist hann einnig hafa verið í sambandi við marga eldri borg­ara sem kvarti sár­an yfir þeirri fram­komu sem þeim er sýnd, bæði hjá Heilsu­gæsl­unni sem og Sýslu­mann­sembætti höfuðborg­ar­svæðis­ins. Flest­ir lýsi þeir veru­leg­um kvíða þegar kem­ur að því að end­ur­nýja öku­rétt­indi sín og þeirri niður­læg­ingu sem því fylg­ir.

Guðbrandur segir síðan að í um 35 ár hafi ökukennarar veitt umsagnir um hæfi ökumanna til aksturs, til dæmis eldri borgara og þeirra sem hafa lent í áföllum.

„Slík­ar um­sagn­ir hafa ávallt verið tekn­ar góðar og gild­ar, eft­ir þeim farið og all­ir verið þokka­lega sátt­ir. Nú ber hins veg­ar svo við að Sýslu­mann­sembættið hef­ur gefið það út að nú sé ekki leng­ur tekið við slík­um vott­orðum um akst­urs­hæfni (orð sem reynd­ar finnst ekki í reglu­gerð). Gefi lækn­is­vott­orð til kynna að meta þurfi bet­ur akst­urs­hæfni um­sækj­anda skal þeim sama vísað til prófs í akst­urs­hæfni hjá ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Frum­herja hf.“

Segist Guðbrandur geta fullyrt að reyndir ökukennarar séu fullfærir um að meta hæfni ökumanna af fullri ábyrgð og benda þeim á sem grátt leiknir eru af „elli kerlingu“ að láta gott heita. Aðrar manneskjulegri leiðir séu einnig færar.

Skilin eftir á Hvolsvelli

Hann segist svo að lokum frá konu sem hann frétti af sem var stöðvuð af tveimur ungum lögreglumönnum fyrir skemmstu þegar hún ók eftir Suðurlandsvegi í átt að Hvolsvelli.

„Þeir spurðu kon­una um öku­skír­teini en þannig stóð á að skír­teini henn­ar var í end­ur­nýj­un svo hún gat ein­ung­is fram­vísað bráðabirgðaakst­urs­heim­ild sem reynd­ar hafði runnið út fyr­ir fimm dög­um. Vegna óskilj­an­legr­ar hand­vamm­ar og klúðurs hjá skrif­stofu Rík­is­lög­reglu­stjóra hafði á þess­um tíma ekki verið unnt að af­greiða ný öku­skír­teini svo mánuðum skipti. Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um og gefið í skyn að hún væri rugluð og jafn­vel ekki með öll­um mjalla. Svo var henni skipað að setj­ast í farþega­sæti bif­reiðar sinn­ar og ann­ar lög­regluþjónn­inn ók bif­reiðinni að Hvols­velli þar sem kon­an var skil­in eft­ir en fékk þó að halda bíllykl­in­um! Þar tókst kon­unni að ná sam­bandi við sýslu­mann­sembættið og fá nýja akst­urs­heim­ild senda í síma sinn,“ segir Guðbrandur sem endar grein sína í Morgunblaðinu á þessum orðum:

„Fram­koma sem þessi af hálfu hinna ungu lög­regluþjóna er stór­lega ámæl­is­verð. Vegna ein­hverra vanda­mála hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra, sem er út­gáfuaðili öku­skír­teina í land­inu, hef­ur ekki verið unnt að af­greiða öku­skír­teini til fólks um nokk­urra mánaða skeið og því þurfa öku­menn sí­fellt að sækja sér end­ur­nýjaða akst­urs­heim­ild með alls kon­ar vanda­mál­um eins og þetta dæmi sann­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem felldi prinsinn er látin

Konan sem felldi prinsinn er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“