fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristín Ásmundsdóttir, leigubílstjóri hjá A-stöðinni, segir að erlendir bílstjórar hafi yfirtekið kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Ekki nóg með það heldur hafi þeir einnig stolið áhöldum sem aðrir leigubílstjórar höfðu keypt inn.

Þetta segir Anna Kristín í samtali við Morgunblaðið í dag.

Nokkuð hefur verið rætt um stöðu mála á íslenskum leigubílamarkaði að undanförnu og vakti til dæmis athygli þegar greint var frá því hjá RÚV að kaffistofa leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum.

Anna Kristín rifjar upp að hún og annar bílstjóri hefðu í Covid-faraldrinum keypt eldhúsáhöld í skúrinn, til dæmis pottum, hnífapörum, glösum og diskumm

„Síðan í fram­haldi af því, þegar þeir byrja þarna, þá vaða þeir þarna í að nota okk­ar eig­ur og við segj­um: „Ókei, þeir eru bara bíl­stjór­ar eins og við og þeir mega það al­veg.“ Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna. Það er til dæm­is búið að stela grjóna­potti vin­konu minn­ar, eggja­suðutæk­inu mínu, öll­um disk­un­um, glös­un­um og hnífa­pör­un­um okk­ar,“ seg­ir Anna við Morgunblaðið í dag.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að þeir leigubílstjórar sem ekki taka þátt í bænahaldinu forðist skúrinn enda líði þeim eins og þeir séu ekki velkomnir. En það er líka fleira, segir Anna Kristín.

„Við kom­umst ekki á kló­settið vegna þess að gólfið inni á kló­setti er renn­andi blautt, því að þeir eru með lapp­irn­ar uppi í vösk­un­um að þrífa þær fyr­ir bæna­hald. Það er bara viðbjóður þarna inni,“ hefur Morgunblaðið eftir henni.

Í aðskildri frétt Morgunblaðsins í dag er einnig rætt við Guðmund Daða Rúnarsson, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, sem segir að Isavia vilji að öllum líði vel sem stunda atvinnustarfsemi á svæðinu, óháð uppruna eða trú. Verið sé að skoða það að fá einstaklinga sem eru sérfróðir í fjölmenningarsamfélögum að borðinu til að fá leiðsögn svo hægt sé að bæta stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“