fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Skjöl varpa ljósi á áætlanir Pútíns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. apríl 2025 03:16

Hvað ætlar Pútín sér?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjöl, sem voru að sögn send til rússneska ríkissaksóknarans, geta varpað ljósi á sumar af fyrirætlunum og næstu skref rússnesku ríkisstjórnarinnar.

Reuters hefur séð skjölin og segir að samkvæmt þeim hafi rússneska ríkisstjórnin í hyggju að nota fyrirtæki, sem hún hefur lagt hald á, til sérstakra hluta.

Fyrirtækið sem um ræðir heitir Glavprodukt. Bandaríkjamaðurinn Leonid Smirnov, sem flúði frá Sovétríkjunum á áttunda áratugnum, byggði fyrirtækið upp en það vinnur með dósamat og er verðmæti þess talið vera 200 milljónir dollara.

Fox Business segir að fyrirtækið sé þekkt í Rússlandi fyrir niðursoðnar súpur, grænmeti, fisk og kjöt. Fyrirtækið var mikilvægur hluti af viðskiptaveldi Smirnov.

Vladímír Pútín gaf út forsetatilskipun í október sem að sögn Financial Times kveður á um að Glavprodukt og önnur fyrirtæki í eigu bandaríska fyrirtækisins Universal Beverage og Smirnov verði tekin yfir af rússneskum yfirvöldum.

Reuters segir að í fyrrnefndum skjölum komi fram að rússnesk yfirvöld ætli að nota fyrirtækið til að sjá rússneska hernum fyrir mat.

Í skjölunum kemur fram að haldlagning fyrirtækisins sé nauðsynleg til að tryggja stöðuga framleiðslu, þar á meðal fyrir þjóðvarðliðið og varnarmálaráðuneytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin