fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. apríl 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem Tiago Miguel tók á Reykjanesbrautinni í gær sýnir furðurlegt háttalag ökumanns smájeppa. Ekki þarf að taka fram mikilvægi tillitssemi og varkárni í umferðinni en lítið fór fyrir henni í þessu tilviki, þar sem jeppinn ók í veg fyrir strætisvagninn er hann skipti um akrein og strætisvagninn hægði ekki á sér heldur fór utan í jeppann.

Tiago segir í spjalli við DV að hann telji rútan hafi farið heldur verr út úr árekstrinum en jeppinn. „Held það hafi skafið meira af hliðinni. Ég get ekki staðfest það en að rútan hafi síðan stoppað við Atlantsolíu á Sprengisandi en ökumaður jeppans gaf einfaldlega í og lét sig hverfa.“

Tiago telur einnig að strætisvagninn hafi við þetta strokist utan í vegrið vinstra megin. Hann er þó ekki viss.

Myndbandið var birt í Facebook-hópnum „Íslensk bílamyndbönd“ og vakti töluverðar umræður þar. Sumir sögðu óeðlilegt að rútur og strætisvagnar væru að notast við vinstri akrein sem er ætluð til framúraksturs. Aðrir sögðu það háttalag vera fráleitt að skipta rakleiðis um akrein um leið og stefnumerki er gefið í stað þess að kanna umferðina á akreinina sem beygt er á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Hide picture