fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. apríl 2025 17:30

Frans páfi kallaði eftir friði á Gaza. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúðarkveðjum vegna andláts Frans páfa sem birtar voru á samfélagsmiðlum ísraelsku ríkisstjórnarinnar var eytt nokkrum klukkutímum eftir að þær voru birtar. Öllum ísraelskum ríkisstofnunum hefur verið skipað að eyða öllum sambærilegum kveðjum vegna andláts páfa.

Breska blaðið Independent greinir frá þessu.

„Hvíl í friði Frans páfi. Megi minning hans vera blessun,“ var birt á X reikningi ísraelsku ríkisstjórnarinnar á mánudag, dánardag hans. Meðfylgjandi var ljósmynd af páfanum sáluga í heimsókn við Vesturvegginn í Jersúsalem.

Nokkrum tímum síðar var færslunni eytt og ekki birt ný í staðinn. Var öllum opinberum ísraelskum stofnunum og sendiráðum fyrirskipað að birta ekki samúðarkveðjur eða minningar um Frans páfa á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt dagblaðinu Jerusalem Post kom skipunin frá utanríkisráðuneytinu. Ástæðan er sögð vera sú að Frans hafi talað gegn Ísrael og að upphaflega birtingin hafi verið mistök. Frans páfi sýndi íbúum á Gaza samstöðu og talaði fyrir friði á svæðinu allar götur síðan átökin brutust út í október árið 2023.

Í lokapáskaávarpi sínu kallaði Frans eftir vopnahléi á Gaza og sagði að ástandið þar væri hræðilegt og fyrirlitlegt.

„Ég skammast mín fyrir að ísraelska ríkisstjórnin og Knesset [ísraelska þingið] hafi ekki birt opinberar samúðarkveðjur,“ sagði Gilad Kariv, þingmaður í stjórnarandstöðu. „Ég er hér að senda samúðarkveðjur af hálfu mikils meirihluta ísraelskra borgara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“