fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 07:30

Zelenskyy segir Kínverja framleiða vopn í Rússlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir að Kínverjar séu viðriðnir vopnaframleiðslu í Rússlandi og útvegi Rússum fallbyssukúlur og önnur skotfæri.

„Við teljum að Kínverjar séu viðriðnir framleiðslu ákveðinna vopna í Rússlandi,“ sagði hann á fréttamannafundi í Kyiv.

DPA segir að Zelenskyy hafi einnig sagt að hann muni koma með nánari upplýsingar um þetta fljótlega.

Þessar ásakanir hans munu án vafa auka enn á spennuna á milli Úkraínu og Kína en töluverð spenna er nú þegar á milli ríkjanna í kjölfar þess að Úkraínumenn handsömuðu kínverska ríkisborgara sem börðust með rússneska hernum.

Kínverjar hafa ávallt haldið því fram að þeir séu hlutlausir hvað varðar stríðið en þeir eiga í nánu samstarfi við Rússa á ýmsum sviðum.

Úkraínumenn hafa ítrekað hvatt Kínverja til að nota áhrif sín til að koma á friði á milli Rússlands og Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Ég kynni mig stundum sem „trophy husband““

„Ég kynni mig stundum sem „trophy husband““