Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að á bak við þessa „umhyggjusömu“ áætlun leynist öllu dekkri tilgangur.
ISW segir að margoft hafi verið skýrt frá því að Rússar noti særða hermenn sem fallbyssufóður með því að láta þá vera í fararbroddi í bardögum. Þetta gera þeir til að koma upp um hvar Úkraínumenn hafa komið sér fyrir en það sjá þeir þegar Úkraínumenn skjóta á særðu hermennina. Þegar staðsetning þeirra liggur fyrir, eru betur þjálfaðir hermenn sendir til að takast á við Úkraínumennina.
ISW telur því hugsanlegt að þessi nýja áætlun Rússa sé yfirvarp til að geta fundið særða hermenn sem er hægt nota sem fallbyssufóður sem og að takmarka þann fjölda særðra hermanna sem mun njóta bóta frá ríkinu í framtíðinni.