Þetta segir Vesa Virtanen, sem er næstæðsti yfirmaður finnska hersins. Hann segist hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa sem séu svar þeirra við ákvörðun Finna um að ganga í NATÓ.
Í samtali við Daily Mail sagði hann að Rússar hafi látið reyna á 5. grein NATÓ-sáttmálans lengi með því að senda flóttamenn að landamærum Rússlands og NATÓ-ríkja, með tölvuárásum, truflunum á GPS-sendingum og áróðri og lygum í netheimum.
Fimmta greinNATÓ-sáttmálans kveður á um að árás á eitt NATÓ-ríki jafngildi árás á þau öll og eru þau skuldbundin til að koma hvert öðru til aðstoðar.
Virtanen sagði að Rússland sé að láta reyna á hversu langt sé hægt að ganga án þess að fimmta greinin verði virkjuð. Nú síðast með því að byggja hernaðarmannvirki við finnsku landamærin og fjölga hermönnum þar.
Hann sagði að Finnar muni bregðast við þessu með að senda fleiri hermenn að landamærunum.