Í færslu lögreglu segir meðal annars:
„Óafhending varð“– já, það er víst ný íslensk orðmynd.
„Við óskum þér til hamingju með daginn!“ – vegna þess að þeir töpuðu pakkanum mínum?
Og auðvitað klassíkin: Smelltu á þennan grunsamlega hlekk innan 12 klst eða heimurinn hrynur!”
Í færslunni segir að í skilaboðunum séu líka þessir venjulegu hlekkir sem bera þess merki að vera frá raunverulega fyrirtækinu, en svo er hins vegar alls ekki. Biðlar lögregla til fólks að lesa með gagnrýnum augum og gæta varúðar.
„Þó svo að tungutakið sé stundum hreint út sagt skemmtilegt er ásetningurinn ekkert annað en að blekkja og svíkja. Ekki smella á hlekki, ekki svara og ekki gefa upp persónuupplýsingar til aðila sem þið þekkið ekki,“ segir lögregla sem endar færslu sína á þessum orðum:
„Svikarar eru sífellt að leita leiða til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar – og það er mikilvægt að við séum öll vakandi.“