fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 14:07

Frá Nettó í Höfn. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hillur Nettó verslunarinnar á Höfn á Hornafirði voru meira og minna tómar eftir páskahátíðina í gær, þriðjudag. Íbúar segja að vöruúrval í þessari Nettó verslun hafi dregist saman að undanförnu. Ekki er önnur matvöruverslun í bænum.

Íbúi skrifar efirfarandi í Facebook-færslu:

„Það þarf mikið til að ég kvarti – en nú er nóg komið

Fór í Nettó á Höfn núna síðdegis á þriðjudegi eftir páska og búðin var hreinlega tóm. Grænmetishillurnar gjörsamlega auðar, lítið til af kjöti, mjólkurvörum og flestum nauðsynjum, en þetta er orðið alltof algengt.

Vöruúrval hefur hægt og hljótt dregist saman. Vörur sem áður voru sjálfsagðar, eins og hráskinkur, eru farnar – líklega ekki nógu mikill gróði þar sem geymslutíminn er stuttur.

Föst afsláttarkjör voru tekin úr vildarkerfinu „til að lækka verð“ – en við höfum varla séð mun. Þvert á móti hefur verðið hækkað svo mikið að það minnir varla á lágvöruverslun lengur – þetta er orðið eins og að versla í Hagkaup.

Og látið ekki starfsmenn verslunarinnar taka skellinn – ég finn virkilega til með þeim. Þau reyna sitt besta við afar erfiðar aðstæður. Þetta er ekki þeirra sök.

Ábyrgðin liggur hjá þeim sem eiga og reka svona gullkálf – eina alvöru matvöruverslun samfélagsins – og standa ekki undir því.

Ég er ekki vanur að vera sár út í þjónustu – en nú gerðist það. Samkeppni væri hér að hinu góða….“

Vorkenna starfsfólkinu

Fjölmargir skrifa athugasemdir undir þessa færslu og taka undir með málshefjanda. Íbúar hafa orð á því að ekki megi skella skuldinni á starfsfólk verslunarinnar sem eigi hér enga sök. Einn íbúi segir:

„Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag. Finn til með starfsfólkinu í Nettó.“

Önnur ummæli eru í sama dúr. Ein kona segir:

„Þetta er hreinlega með ólíkindum! Í marga daga hefur skortur á vörum verið hrópandi. Ég fékk þau svör frá starfsmanni að löngu sé búið að panta en „bílarnir komi ekki“ ??? Það hefur verið mjög góð færð, af hverju koma ekki bílarnir?“

Markmiðið alltaf að mæta þörfum fólks

Nettó verslanirnar eru í eigu Samkaupa. DV sendi fyrirspurn til stjórnenda fyrirtækisins í morgun og bar þessar kvartanir undir þá. Til svara var Vigdís Guðjohnsen, markaðsstjóri Nettó. „Við skiljum það vel að viðskiptavinum okkar þyki leiðinlegt þegar þeir finna ekki allt sem þá vantar í versunum okkar og okkur þykir það að sjálfsögðu leiðinlegt líka. Markmiðið er að alltaf að mæta öllum þörfum fólksins sem vill versla hjá okkur. Aðstæður um síðustu helgi voru hins vegar ekki alveg venjulegar, eins og gefur að skilja,“ segir hún í svari sínu og bendir á að á lögboðnum frídögum fari flutningabílar ekki á milli vöruhúsa Samkaupa og verslana keðjunnar:

„Um páska, eins og aðra „rauða“ daga, ganga ekki flutningabílar á milli vöruhúsa Samkaupa og verslana okkar. Páskahelgin er löng og því geta ákveðnar vörur klárast áður en við getum fyllt á hillurnar aftur að hátíð lokinni. Þetta gerðist í versluninni á Höfn, en ný sending er komin í verslunina og því hægt að nálgast þar allar vörur sem fyrr.“

Vigdís segir rangt að vöruúrval í versluninni í Höfn hafi minnkað og bendir á aðgerðir fyrirtækisins til að stuðla að lægra verði:

„Hvað varðar vöruúrval þá er alltaf einhver breyting á því hvaða vörur eru í boði hverju sinni, en það er ekki rétt að vöruúrval í versluninni á Höfn hafi minnkað. Vörutegundum í boði á Höfn hefur ekki fækkað.

Hvað verð varðar get ég bent þér á að mælingar ASÍ síðustu mánuði og misseri sýna það svart á hvítu að aðgerðir okkar í verðlagsmálum hafa skilað þeim árangri að verð í Nettó eru nú á svipuðu róli og verð í verslunum Krónunnar og Bónus. Sú vegferð hefur kallað á mikla vinnu og aðhald í rekstri, en árangurinn er merkjanlegur. Verðsjá ASÍ er aðgengileg hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi