Maður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot vegn valdstjórninni vegna ofbeldis gegn lögreglumanni 23. maí 2024.
Átti brotið sér stað í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Er ákærði annars vegar sakaður um að hafa klipið lögreglumanninn í brjóstvöðva með þeim afleiðingum að hann hlaut mar.
Hins vegar er hann sakaður um að hafa hótað að sparka í höfuð lögreglumannsins og hótað að hann myndi láta nauðga honum.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 30. apríl næstkomandi.