fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 14:00

Konan var að láta taka myndir af sér með dróna. Skjáskot/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólki sem var að skoða fossinn Gljúfrabúa brá í brún þegar berfætt kona fór út af gönguleiðinni og klifraði að fossinum. Voru margir hneykslaðir á virðingarleysinu sem  hún sýndi til þess að láta ná ljósmyndum af sér fyrir samfélagsmiðla.

Sjónarvottur sem tók ljósmyndir af athæfinu greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit. En atvikið átti sér stað fyrir páska. Gljúfrabúi er foss, skammt norðan við Seljalandsfoss.

„Þessi stelpa klifraði upp hlíðina (þar sem voru augljós skilti sem sýndu að það mætti ekki) berfætt í kjól og drónaflugmaðurinn hennar var að taka af henni myndir, og hún var þarna í meira en tíu mínútur auk þess að hanga á ljósmyndastaðnum við fossinn í meira en fimm mínútur þegar það voru meira en tuttugu manns að bíða,“ segir hinn hneykslaði sjónarvottur. Spyr hann hvort þetta sé eðlileg hegðun. „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki.“

Eyðileggur fyrir öðrum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem berast fréttir af ferðamönnum sem sýna íslenskri náttúru og öðrum ferðamönnum óvirðingu með framkomu sinni. Virðist sem sumt fólk eigi í erfiðleikum með að fylgja reglum á fjölförnum ferðamannastöðum og erfitt er fyrir staðarhaldara að framfylgja reglunum.

Sjá einnig:

Kínverskir ferðamenn sakaðir um óvirðingu – „Ég er ekkert hrifinn af því að fólk sé að príla upp á flakið“

„Ég sá allt of mikið af fólki sem hélt að reglurnar ættu ekki við þá,“ segir einn í athugasemdum. „Þetta var pirrandi og sorglegt ef ég á að vera hreinskilinn. Af því að hegðun þessa fólks eyðileggur fyrir öðrum í framtíðinni.“

Spóluðu á Teslu

Einn telur að það sé ekki nóg að taka ljósmyndir og birta þær á samfélagsmiðlum til að refsa þeim. Fólk muni halda slíkri hegðun áfram þrátt fyrir það.

„Því miður er sumt fólk mjög ókurteist en sem betur fer er ekki mikið af því,“ segir hann. „Flest fólk fylgir gönguleiðinni.“

Annar ferðamaður segist hafa komið til Íslands og ávallt fylgt reglunum. En það gerðu ekki allir.

„Ég er farinn að halda að Íslendingum sé ekki lengur vel við ferðamenn, og er það skiljanlegt,“ segir hann. „Þegar ég var í rútu á leiðinni að jökli sá ég fólk í Teslu Model Y að fara út af veginum og ég sá ummerki um að þeir hefðu verið að spóla í náttúrunni skammt frá. Ég stórefast um að þetta hafi verið heimamenn.“

Enn annar telur að merkingarnar séu einfaldlega ekki nóg.

„Mín kenning er sú að þetta fólk sé frá löndum þar sem það eru girðingar og vopnaðir verðir á stöðum sem má ekki fara inn á,“ segir hann. Þessi skilti skipta engu máli því miður. Hvernig eigi að leysa þetta veit ég ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“