fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. apríl 2025 10:00

Hveragerði. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verktakafyrirtæki hefur lagt fram stefnu á hendur öðru fyrirtæki. Verktakafyrirtækið var ráðið sem undirverktaki síðarnefnda fyrirtækisins vegna framkvæmda við fasteign í Hveragerði sem fólust meðal annars í byggingu bílskúrs. Verktakafyrirtækið hefur hins vegar ekkert enn fengið greitt fyrir þjónustu sína frá hinu fyrirtækinu sem ráðið var af eiganda fasteignarinnar, sem verktaki. Ekkert hefur gengið að ná sambandi við forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins og því er stefna til greiðslu skuldarinnar birt í Lögbirtingablaðinu.

Fyrirtækið sem ráðið var sem verktaki við framkvæmdirnar er raunar skráð í fyrirtækjaskrá Skattsins í atvinnugreinaflokkinn vöruflutningar með flugi. Skráður eigandi er erlend kona með íslenska kennitölu sem samkvæmt stefnunni í Lögbirtingablaðinu hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi.

Undirverktakinn krefur fyrirtækið um upphæð sem nemur um á þriðja milljóna króna, auk vaxta og dráttarvaxta. Fyrirtækið var eins og áður segir ráðið sem verktaki vegna framkvæmda við fasteignina sem er í Hveragerði.  Undirverktakinn sá um að reisa bílskúr auk þess að klæða fasteignina að utan. Krefst undirverktakinn greiðslu vegna efniskostnaðar og vinnuframlags.

Segir í stefnunni í Lögbirtingablaðinu að skuldin hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir og því telji undirverktakinn nauðsynlegt að höfða málið.

Sama lögheimili en ekki á svæðinu

Samkvæmt stefnunni var undirverktakinn í samskiptum við íslenskan starfsmann og varamann í stjórn hins stefnda fyrirtækis, vegna verksins. Lögheimili fyrirtækisins og þessa starfsmanns hafi verið skráð hið sama. Í fyrirtækjaskrá er hins vegar fyrirtækið skráð með póstfang á umræddu heimilisfangi en ekkert heimilisfang er skráð sem lögheimili.

Í stefnunni segir að reynt hafi verið að birta hana þessum starfsmanni að þessu heimilisfangi en það hafi engan árangur borið. Hvorki fyrirsvarsmaður félagsins, hin erlenda kona sem aldrei hafi verið með lögheimili á Íslandi, né aðrir starfsmenn hafi fundist þar fyrir. Ekki sé unnt að afla upplýsinga um hvar birta megi stefnuna eftir almennum reglum og því sé hún birt í Lögbirtingablaðinu.

Skorað er í stefnunni á fyrirtækið að greiða undirvertakanum skuldina eða þá mæta fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem málið verði tekið fyrir í næsta mánuði. Mæti enginn af hálfu þess má búast við því að krafa undirverktakans verði gerð aðfararhæf gagnvart fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna