Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot vegna atviks sem átti sér stað laugardaginn 3. júní árið 2023 á ónefndum veitingastað eða hóteli.
Brotið átti sér stað inni í veitingasal en maðurinn er sagður hafa gripið um mjaðmir stúlku undirl lögaldri, aftan frá, snúið henni harkalega við, tekið utan um hana, snert og gripið í rass hennar. Er hann sagður hafa sýnt af sér ruddalegt og ósiðlegt athæfi, sem og vanvirðandi háttsemi.
Fyrir hönd brotaþola er krafist einnar milljónar króna í miskabætur.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 30. apríl næstkomandi.