Brotist var inn í verslun í Reykjavík í nótt og sjóðsvél stolið. Sést á upptökum úr myndeftirlitskerfi að um skipulagðan þjófnað var að ræða. Er málið í rannsókn.
Frá þessu greinir í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að gestir á veitingastað í Reykjavík áttu í erfiðleikum með að greiða fyrir matinn. Það gekk þó þegar lögregla kom á staðinn og var gestunum í framhaldinu vísað út af staðnum.
Ökurmaður sem stöðvaður var í akstri er grunaður um að selja fíkniefni. Fundust á honum hnífur, fíkniefni og áhöld til fíkniefnagerðar. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt var um tvo grímuklædda drengi sem voru að sparka í útidyrahurðir hjá fólki í Kópavogi og hlaupa síðan í burtu. Engar skemmdir hlutust af þessu en ónæði. Lögregla fann ekki drengina.
Tilraun var gerð til innbrots í hraðbanka og er málið í rannsókn.