fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Samherjamálið: Félagið ArcticNam sektað vegna brota gegn sjómönnum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. apríl 2025 14:30

Áhöfninni var skipt út fyrir ódýrara vinnuafl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagið ArcticNam, sem Samherji á hluta í, hefur fengið sekt frá namibískum stjórnvöldum vegna brota gegn 23 sjómönnum sem misstu vinnuna hjá félaginu.

Afríski miðillinn Legalbrief greinir frá þessu.

ArcticNam gerði út skip í Namibíu og var í helmingseigu íslenska útgerðarfélagsins Samherja. Árið 2019 var 23 sjómönnum á togaranum Heinaste sagt fyrirvaralaust upp og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. Það er eldri sjómenn á verktakalaunum.

Allar götur síðan hafa sjómennirnir leitað réttar síns gegn félaginu. En þeir töldu sig eiga inni bætur vegna samningsbrota og vangoldinna launa.

Sjá einnig:

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar

Í haust var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarskýrslu á högum sjómannanna fyrrverandi sem hafa átt erfitt með að finna vinnu. Í skýrslunni, sem var unnin af stofnuninni IPPR, kom fram að sjómennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu margar sokkið í fátækt, hafi glímt við andlega og heilsufarslega erfiðleika. Sumir hafi þurft að senda börnin sín í framfærslu til ættingja og einhverjir hafi tekið eigið líf.

Buðust til að greiða hluta bótanna

Árið 2021 dæmdi félagsdómur í Namibíu ArcticNam til þess að greiða sjómönnunum bætur. Samtals 15,7 milljónir króna.

Bauðst félagið hins vegar til þess að greiða að hluta af þeirri upphæð sem sjómennirnir fengu dæmda en lögmaður sjómannanna hafnaði því boði árið 2023. Krafðist fullra efnda fyrir þeirra hönd. Sagði hann í nóvember árið 2023 að uppsafnaðir vextir á bótafjárhæðinni væru orðnar tæplega 8 milljónir króna.

Bætur fyrir árið 2019

Nú hefur skrifstofa vinnumálastjóra borgarinnar Walvis Bay í Namibíu sektað ArticNam um 1,8 milljón namibískra dollara. Sem gera rúmlega 12 milljónir íslenskra króna.

Sjá einnig:

Namibískir sjómenn höfnuðu boði frá félagi í eigu Samherja – Vilja fullar bætur sem dæmdar voru 2021

Kemur fram í frétt Legalbrief að Maxine Krohne, fyrir hönd vinnumálaráðuneytisins, hafi skipað fyrirtækinu að greiða bætur fyrir tekjutap ársins 2019.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi