fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn laugardag fékk DV ábendingu um að manni hefði verið ráðinn bani daginn áður og dóttir hans, fædd árið 1997, væri grunuð um verknaðinn. Heimildarmaður vissi ekki hvar á landinu atvikið hefði orðið. DV hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem vildi ekki staðfesta upplýsingarnar. Þó mátti ráði af samtali við tengilið innan lögreglu að alvarlegt mál væri til rannsóknar en engar upplýsingar voru veittar.

Á  laugardagskvöldið birti Vísir frétt þess efnis að kona á þrítugsaldri væri í gæsluvarðhaldi vegna andláts manns sem tengist henni fjölskylduböndum. Morguninn eftir sendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu um að kona um þrítugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 16. apríl vegna rannsóknar á andláti manns í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla hefur að öðru leyti ekki tjáð sig  um málið en fjölmiðlar hafa aflað sér heimilda og smám saman brugðið upp nokkuð heillegri en þó brotakenndri mynd af málinu.

Grunuð um ofbeldi gegn foreldrum sínum

Hinn látni heitir Hans Roland Löf og er fæddur árið 1945. Hann varð áttræður síðastliðinn föstudag, sama dag og hann lét lífið. Dóttir hans, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, varð 28 ára á fimmtudaginn, daginn áður. Hún heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf.

Margrét hefur verið mjög virk í hestamennsku, hefur keppt í tölti og á marga góðhesta. Fjölskyldan er afar vel stæð og býr í risastóru einbýlihúsi við Súlunes í Garðabæ. Margrét er eina barn foreldra sinna en faðirinn á son sem er eldri, af fyrra sambandi. Öll þrjú hafa verið skráð til heimilis í húsinu við Súlunes.

Heimildarfólk fjölmiðla í málinu hefur greint frá því að Margrét hafi beitt foreldra sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hún hafi sýnt þeim mikinn yfirgang og samband hennar við foreldrana hafi verið mjög stormasamt.

Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum en ekki stundað frekara nám. Margrét er sögð vera vinafár einfari og skapstór. Hestamennska hefur verið líf hennar og yndi.

Margrét hefur ekki verið bendluð við neyslu fíkniefna eða önnur afbrot. Ekkert bendir til að fjölskyldan hafi tengsl við undirheima.

Það mun hafa verið móðir Margrétar sem hringdi í viðbragðsaðila á föstudagsmorguninn. Bæði hún og Hans, eiginmaður hennar, voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en Hans var mjög þungt haldinn. Hafði hann fengið hjartaáfall. Hann lést síðan skömmu eftir komuna á sjúkrahúsið. Talið er að Margrét hafi veitt báðum foreldrum sínum áverka.

Heimili fjölskyldunnar í Súlunesi hefur verið innsiglað af hálfu lögreglu sem brotavettvangur frá því á föstudaginn.

Margrét var síðan úrskurðuð á miðvikudag í áframhaldandi gæsluvarðhald í þrjár vikur, til 7. maí næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð