Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nauðgun en meint brot átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 26. desember árið 2022, í herbergi á gistiheimili.
Ákærði er sagður hafa haft þrisvar samfarir við konu þar án hennar samþykkis en ákærði notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Af árásinni hlaut konan mar á hægra brjósti, hægri framhandlegg, innan- og aftanverðu hægra læri og framan á vinstra læri.
Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 22. apríl næskomandi.